AEvin­týra­hönn­uð­ur­inn frá Líbanon

Elie Saab er líb­ansk­ur fata­hönn­uð­ur sem stjörn­urn­ar kepp­ast um að láta kla­eða sig fyr­ir hin ýmsu til­efni. Hann hóf fer­il sinn með brúð­ar­kjól­um en hef­ur á síð­ari ár­um faert sig yf­ir í spari­fatn­að og fínni götu­tísku. Hönn­un hans þyk­ir sam­eina það besta úr v

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Elie Saab faedd­ist ár­ið 1964, elst­ur fimm systkina og ólst upp í Beirút. Hann heill­að­ist snemma af sauma­skap og þeg­ar hann var átta ára var hann far­inn að hanna föt á yngri syst­ur sín­ar, klippti snið út úr dag­blöð­um og leit­aði í skápa móð­ur sinn­ar eft­ir efn­um. Þeg­ar hann var sautján ára var hann kom­inn í hönn­un­ar­nám til Pa­rís­ar en flosn­aði upp úr því og sneri aft­ur til Beirút og hóf að hanna und­ir eig­in merki. Þeg­ar hann var átján ára var hann kom­inn með 15 starfs­menn í vinnu við að sauma brúð­ar­kjóla úr dýr­um efn­um sem voru oft perlusaum­uð eða bróder­uð með silki­þráð­um. Fljót­lega voru brúð­ar­kjól­ar hans eft­ir­sótt­ir af há­stétt Beirút­borg­ar. Ár­ið 1997 faerði hann út kví­arn­ar til Mílanó og tók þar þátt í tísku­sýn­ing­um auk þess að setja á mark­að sína fyrstu „beint af slánni“fatalínu. Ár­ið 1999 seld­ist einn kjóla hans, skreytt­ur marg­brotn­um út­saumi með smarögð­um og demönt­um, fyr­ir 2,4 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala.

Saab sló í gegn í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann var fyrsti líb­anski fata­hönn­uð­ur­inn til að kla­eða Ósk­ar­s­verð­launa­hafa á verð­launa­há­tíð­inni en það var Halle Berry ár­ið 2002 og var kjóll­inn sagð­ur einn feg­ursti kjóll sem sést hefði á rauða dregl­in­um. Með­al annarra fyr­ir­kvenna sem hafa kla­eðst hönn­un hans má nefna Beyoncé á Experience tón­leika­ferða­lag­inu 2007, Vikt­oríu krón­prins­essu Svía, Rainu drottn­ingu af Jórdan­íu, Cel­ine Di­on, Tayl­or Swift, Evu Green, Ang­el­inu Jolie og Cat­her­ine Zeta-Jo­nes.

Í dag eru tvaer Elie Saab versl­an­ir í Pa­rís, ein í London og ein á Man­hatt­an. Þá er fatn­að­ur eft­ir hann fá­an­leg­ur í yf­ir 160 sér­versl­un­um í dýr­ari kant­in­um og hann hef­ur einnig sent frá sér ilm­vatn sem heit­ir því marg­brotna nafni Le Par­f­um.

Stíl Elie Saab hef­ur ver­ið lýst sem frum­legri blöndu af vestra­en­um og austra­en­um áhrif­um, af­skap­lega kven­leg­um og notk­un hans á sjald­ga­ef­um efn­um sem hann saum­ar út, skreyt­ir og litar þyk­ir ein­stök og við haefi aevin­týraprins­essa, enda eng­in til­vilj­un hversu marg­ar við­skipta­vin­kon­ur hans eru af kon­ung­legu bergi brotn­ar.

Með­al síð­ustu hönn­un­ar­a­freka Elie Saab má nefna brúð­ar­kjól Rose Leslie úr Game of Thrones.

Haustlín­an sem kynnt var á dög­un­um er inn­blás­in af spa­enska lista­mann­in­um Gaudi. Hún er að sumu leyti rokk­aðri en fyrri lín­ur og ein­kenn­ist af sterk­um, dökk­um lit­um í bland við ljós­ljós­bleikt, stór­um skikkj­um eða slóð­um við stutt pils eða síð­ar víð­ar bux­ur. Efri hlut­arn­ir eru svo aft­ur flegn­ir og kven­leg­ir eða skreytt­ir stór­um píf­um. Og úsaum­inn vant­ar að sjálf­sögðu ekki frek­ar en fyrri dag­inn þeg­ar Elie Saab á í hlut.

MYND/GETTY

Elie Saab þakk­ar góð­ar við­tök­ur á tísku­sýn­ingu en fatn­að­ur hans er nú seld­ur í yf­ir 160 há­tísku­versl­un­um um all­an heim.

Elie Saab gat sér fyrst gott orð fyr­ir brúð­ar­kjóla­hönn­un en hér má sjá brúð­ar­kjól úr haust- og vetr­ar­lín­unni 18/19.

Ang­el­ina Jolie hef­ur oft val­ið kjóla eft­ir Saab þeg­ar mik­ið ligg­ur við. Hér er hún á Ósk­ar­s­verð­launa­há­tíð­inni 2014.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.