Förð­un­ar­vör­ur fyr­ir karla

Chanel er að mark­aðs­setja línu af förð­un­ar­vör­um fyr­ir karl­menn. Í lín­unni eru þrír hlut­ir og koma þeir í versl­an­ir á naest­unni. Förð­un nýt­ur auk­inna vinsa­elda hjá körl­um og stór­fyr­ir­ta­ek­in taka þátt.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Snyrti­vöru­fram­leið­and­inn Chanel aetl­ar að mark­aðs­setja línu af förð­un­ar­vör­um fyr­ir karl­menn á naestu mán­uð­um. Lín­an kall­ast Boy de Chanel.

Karl­menn nota snyrti- og förð­un­ar­vör­ur í sí­aukn­um maeli, sér­stak­lega í Aust­ur-As­íu. Nokk­ur fyr­ir­ta­eki hafa reynt að mark­aðs­setja stak­ar vör­ur fyr­ir karl­menn, en Chanel aetl­ar að stíga skrefi lengra með því að selja ekki bara staka vöru, held­ur heila línu.

Í henni eru þrír hlut­ir. Brún­ir blý­ant­ar í fjór­um lit­brigð­um, ólit­að­ur og matt­ur vara­sal­vi sem er raka­gef­andi og farði sem er fá­an­leg­ur í átta lit­brigð­um og veit­ir sól­ar­vörn sem er 25 SPF að styrk­leika.

Stíll skil­grein­ir okk­ur, ekki kyn

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir Chanel að inn­blást­ur að vör­un­um komi frá heimi kvenna en að það sé ekki neitt sem seg­ir að fólk verði að vera ann­að­hvort al­gjör­lega kven­kyns eða karl­kyns til að mega til­einka sér ákveð­ið út­lit, hegð­un eða við­horf, held­ur not­um við stíl til að skil­greina hver við vilj­um vera. Chanel hef­ur áð­ur fram­leitt baeði hand­tösku og ilm fyr­ir baeði kyn­in.

Chanel seg­ist vera að stað­festa sýn­ina sem Coco Chanel hafði en hún hef­ur ekki breyst í gegn­um tíð­ina, þrátt fyr­ir að regl­urn­ar séu sí­breyti­leg­ar. Það er sú sýn að feg­urð snú­ist ekki um kyn, held­ur stíl.

Nafn­ið Boy de Chanel er ekki vís­un í kyn, held­ur í nafn Boy Chap­el, sem var maki Coco

Chanel.

Karl­ar farða sig sí­fellt meir

Lín­an kom fyrst í versl­an­ir í Suð­urKór­eu um síð­ustu mán­aða­mót, en förð­un nýt­ur mun meiri vinsa­elda með­al karl­manna þar en ann­ars stað­ar í heim­in­um og suð­urkór­esk­ir karl­ar eyða að með­al­tali meira í snyrti­vör­ur en karl­ar í nokkru öðru

NORDICPHOTOS/ GETTY

Þessi hand­taska frá Chanel er fyr­ir baeði kyn­in og kost­ar litl­ar 935 þús­und krón­ur. Nýja lín­an held­ur sýn Coco Chanel á lofti, en hún taldi feg­urð ekki snú­ast um kyn, held­ur stíl.

MYND/CHANEL.COM

Chanel er að setja á mark­að nýja línu af förð­un­ar­vör­um fyr­ir karl­menn sem kall­ast Boy de Chanel.

MYND/ CHANEL.COM

Boy Chanel er ilm­ur fyr­ir baeði kyn­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.