Lif­ir fyr­ir veið­ar og mat

Hauk­ur Guð­munds­son hóf snemma að veiða og áhugi á mat­reiðslu fylgdi í kjöl­far­ið. Hann legg­ur mikla áherslu á að nýta sem mest það sem hann veið­ir og hef­ur m.a. bú­ið til kaví­ar og paté. Um þess­ar mund­ir reyn­ir hann að skapa nýj­ar og góð­ar veiðim­inn­ing­ar me

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Veiði og mataráhugi hafa ver­ið stór hluti að lífi Hauks Guð­munds­son­ar, lög­fra­eð­ings hjá Seðla­bank­an­um, frá því hann man eft­ir sér. Í fjöl­skyldu hans eru mikl­ir og vand­að­ir veiði­menn að hans sögn, baeði lífs og liðn­ir, sem hafa átt stór­an þátt í að gefa hon­um gott upp­eldi í veiði­mennsk­unni. „Veið­in hef­ur vissu­lega breyst og þró­ast gegn­um ár­in. Sem barni fannst mér allt spenn­andi við veiði­ferð­ir, t.d. ferða­lag­ið á veiðistað á „al­vöru“jepp­um, gra­ej­urn­ar, veið­in og fisk­arn­ir. Þetta hef­ur reynd­ar lít­ið breyst en ann­að hef­ur baest við, t.d. úti­vera, vin­skap­ur­inn og fjöl­skyldu­líf­ið. Eft­ir að ég varð full­veðja hef­ur skot­veiði einnig átt hug minn.“

Óhaett er að segja að Hauk­ur stundi naer alla veiði sem al­geng­ust er hér á landi. „Ég veiði fisk í vötn­um og ám, baeði lax og sil­ung. Ég á af­ar góða vini úr mennta- og há­skóla sem skipu­leggja stang­veiði­ferð­ir á hverju ári. Þetta hafa oft­ar en ekki ver­ið mikl­ar svað­ilfar­ir og við höf­um lagt mik­ið á okk­ur til þess að kom­ast í veiði. Við höf­um alloft veitt lax í Hvanna­dalsá í Ísa­fjarð­ar­djúpi og Eystri-Rangá svo eitt­hvað sé nefnt og „skropp­ið“yf­ir helgi til að veiða sjó­bleikju í Norð­fjarðará.“

Ný kyn­slóð veiðimanna

Þeg­ar kem­ur að skot­veiði hef­ur Hauk­ur und­an­far­in ár geng­ið til rjúpna, að­al­lega á Kili, set­ið fyr­ir gaes og elt hrein­dýr. „Rjúpna­veið­in er af­skap­lega gef­andi þar sem bland­ast sam­an hreyf­ing, úti­vera, fal­legt lands­lag, ein­beit­ing og faerni. Á Kili upp­lif­ir mað­ur ógn­ar­lega feg­urð ís­lenskr­ar nátt­úru og skynj­ar hversu af­skap­lega smár mað­ur sjálf­ur er. Ég hef líka und­an­far­in haust far­ið aust­ur á Hér­að og set­ið fyr­ir heiða­gaes og veiddi t.a.m. jóla­mat­inn í fyrra þar auk þess sem ég hef líka far­ið nokkr­um sinn­um á hrein­dýra­veið­ar.“

Eft­ir að Hauk­ur og veiði­fé­lag­ar hans stofn­uðu fjöl­skyld­ur og eign­uð­ust börn hafa veiði­ferð­irn­ar breyst. „Ein­hverj­ar mín­ar fyrstu og bestu minn­ing­ar eru af slík­um veiði­ferð­um og ómet­an­legt að hafa taekifa­eri til skapa nýj­ar minn­ing­ar með börn­un­um mín­um. Þá kann ég ága­et­lega við nýtt hlut­verk í veið­inni. Það maetti e.t.v. segja að ég sé far­inn að ala upp naestu kyn­slóð veiðimanna.“

Gjör­nýt­ir allt

Hauk­ur gjör­nýt­ir það sem hann veið­ir eins vel og mögu­legt er enda álít­ur hann það skyldu sína. „Ég hef grill­að, pönnu­steikt og graf­ið lax og sil­ung, bú­ið til kaví­ar úr laxa­hrogn­um og ný­lega er ég byrj­að­ur að reykja fisk­inn heima sem hef­ur geng­ið von­um fram­ar.“Hrein­dýr­ið hef­ur svo til allt ver­ið nýtt, seg­ir hann. „Þannig grilla ég hjart­að, nota lifr­ina í paté og súta skinn­ið svo daemi séu tek­in. Gaes­ina hef ég ým­ist reytt og svið­ið heila eða ham­flett og úr­bein­að. Gaes­alifr­ina nota ég í paté en ann­an inn­mat, bein og af­skorn­inga, not­aði ég til að búa til soð. Síð­ustu jól eld­aði ég gaes­a­leggja con­fit í vatns­baði (sou­svi­de) sem var af­bragð. En ann­ars er elda­mennsk­an mín á villi­bráð nokk­uð hefð­bund­in og reyni ég að láta þetta úr­vals­hrá­efni fá að njóta sín.“

La­ert af góðu fólki

Hauki hef­ur aldrei þótt leið­in­legt að borða að eig­in sögn en áhugi hans á elda­mennsku er að stór­um hluta stjúp­föð­ur hans, Gilla, Sverri Gísla Hauks­syni, að þakka. „Hann sá oft­ast um elda­mennsk­una í veiði­ferð­um og kenndi mér und­ir­stöðu­at­rið­in. Tengda­móð­ir mín, Ragn­hild­ur, er al­gert séní þeg­ar kem­ur að elda­mennsku og hef ég líka la­ert ým­is­legt af henni. Und­an­far­ið hef ég ver­ið að prufa mig áfram með haeg­eld­un, súp­ur og káss­ur og lagt upp með að auka hlut gra­en­met­is í mat­seld­inni.“

Auk veið­inn­ar hef­ur Hauk­ur mik­inn áhuga á garðra­ekt og var í nokk­ur ár með lít­inn gra­en­met­is­garð þar sem fjöl­skyld­an bjó í Norð­ur­mýr­inni í Reykja­vík. „Ég stefni að því í fram­tíð­inni að geta eld­að fjöl­breytta mál­tíð úr hrá­efni sem ég hef afl­að sjálf­ur. Svo er­um við hjón­in að setja upp nýtt eld­hús á nýj­um stað og höf­um ákveð­ið að setja upp gufu­ofn, sem ég er mjög spennt­ur fyr­ir að byrja að nota.“

Hauk­ur gef­ur les­end­um góða upp­skrift að hrein­dýra­kássu sem virk­ar einnig með nauta­kjöti. „Ég geri hana reglu­lega heima fyr­ir en hef einnig tek­ið hana með mér í úti­leg­ur og veiði­ferð­ir. Káss­an er síst verri upp­hit­uð á veið­is­lóð eða í veiði­kofa.“

Hrein­dýra­kássa

500-600 g hrein­dýra- eða nautag­úllas

3 rauð­ar paprik­ur

6 vel þrosk­að­ir tóm­at­ar

1 rauð­ur chili

1 stór lauk­ur

2 sell­e­rístilk­ar

3 gulra­et­ur

2 hvít­lauks­geir­ar, smátt sax­að­ir 1 lít­il rófa söx­uð smátt

2-3 kart­öfl­ur sax­að­ar smátt

750 ml nauta­soð

2 mat­skeið­ar tóm­at­púrra

Ólífu­olía

Krydd­vönd­ur þar sem lár­við­ar­lauf, timí­an og stein­selja eru bund­in sam­an í vönd

Salt og pip­ar

Heppi­leg­ast er að nota þung­an pott úr steypu­járni. Paprik­an og chili skor­in í fernt og fra­ein fjar­la­egð. Tóm­at­ar skorn­ir til helm­inga og öllu velt upp úr ólífu­olíu og sett á ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír. Grill­að í ofni í 10 mín. eða þar til hýð­ið á paprik­unni verð­ur svart. Af­hýð­ið gra­en­met­ið og sker­ið mjög smátt eða bland­ið sam­an í mat­vinnslu­vél. Kjöt­ið skor­ið í haefi­lega munn­bita og steikt upp úr ólífu­olíu. Best er að þurrka kjöt­ið með eld­húspapp­ír og steikja það í 2-3 holl­um svo það brún­ist vel. Naest er lauk­ur­inn, sell­e­rí­ið, gulra­et­urn­ar og hvít­lauk­ur­inn sviss­að í pott­in­um. Nauta­soð­inu baett við og skóf­irn­ar í pott­in­um leyst­ar upp. Naest er kjöt­inu, papriku-, chili­og tóm­ata­mauk­inu og rest­inni af gra­en­meti og kryddi baett út í og pipr­að vel. Káss­an er bök­uð með loki í 160°C heit­um ofni í 2½ til 3 tíma eða þar til kjöt­ið verð­ur vel meyrt. Að lok­um er káss­an sölt­uð eft­ir smekk.

MYND/ANTON BRINK

Hauk­ur Guð­munds­son, veiði­mað­ur og fag­ur­keri.

Laxasnitta með reykt­um laxi sem Hauk­ur veiddi í Hvítá við Iðu og reykti sjálf­ur á svöl­un­um heima. Þarna má sjá t.d. súr­deigs­hrökk­brauð, lárperu, vor­lauk, rauð­lauk, tóm­at og svart­an pip­ar svo eitt­hvað sé nefnt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.