Holl hreyf­ing eyk­ur lífs­ga­eði

Reglu­leg hreyf­ing er góð fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu. Hún eyk­ur vellíð­an og lífs­ga­eði, sama á hvaða aldri fólk er. Flest­ir geta stund­að hlaup, hvort sem eru styttri eða lengri vega­lengd­ir.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að fátt hef­ur betri áhrif á heils­una en reglu­leg hreyf­ing. Hreyf­ing­in aetti að vera þannig að hjarta­slátt­ur og önd­un verði held­ur hrað­ari en venju­lega en þó haegt að halda uppi samra­eð­um. Full­orðn­ir aettu að hreyfa sig í hálf­tíma dag­lega og ef ekki vinnst tími til þess er haegt að skipta tím­an­um nið­ur í nokk­ur skipti í senn, t.d. 10-15 mín­út­ur í hvert skipti. Börn og ung­ling­ar þurfa meiri hreyf­ingu en þeir sem eldri eru, eða einn klukku­tíma á dag. Þau geta einnig skipt tím­an­um nið­ur yf­ir dag­inn. Fólk sem kom­ið er á efri ár þarf líka að hreyfa sig, helst í hálf­tíma á dag. Best er að hreyf­ing­in sé fjöl­breytt og skemmti­leg þannig að hún verði hluti af dag­lega líf­inu.

Hlaup eru daemi um hreyf­ingu sem flest­ir geta stund­að sér til ána­egju og yndis­auka en rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að þau hafa heilsu­ba­et­andi áhrif á marga vegu. Hlaup geta t.d. minnk­að haett­una á að fá syk­ur­sýki tvö, hjarta­sjúk­dóma og of há­an blóð­þrýst­ing. Þau hafa einnig áhrif á of­þyngd og hafa jákvaeð áhrif á and­lega líð­an. Hlaup er haegt að stunda hvar sem er og þurfa ekki að

Hlaup styrkja bein

Lengi hef­ur ver­ið vit­að að göng­ur og hlaup styrkja bein­in. Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa til að styrkja bein­in enn frek­ar en gott jafn­vaegi og sterk­ir faet­ur vinna gegn bylt­um á efri ár­um og geta þannig kom­ið í veg fyr­ir bein­brot.

Hlaup fyr­ir all­an ald­ur

Það hef­ur margsann­að sig að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og það á líka við um hlaup. Hreyf­ing á borð við hlaup þyk­ir hafa góð áhrif á skerpu og minni. Þá er tal­ið að hreyf­ing baeti nokkr­um ár­um við líf­ið. Jafn­vel þótt hreyf­ing­in sé ekki meiri en þrjá­tíu mín­út­ur fimm daga vik­unn­ar er lík­legt að hún lengi líf­ið um allt að fjög­ur ár. Haegt er að skrá sig á hlaupanám­skeið hjá mörg­um íþrótta­fé­lög­um til að koma sér af stað og laera réttu taekn­ina. Á vef­síð­unni hlaup.is er haegt að finna aef­inga­áa­etl­un fyr­ir byrj­end­ur í hlaupi sem vilja ná að hlaupa fimm kíló­metra sam­fleytt og fá auk þess góð ráð varð­andi hlaup.

NORDICPHOTOS/ GETTY

Flest­ir geta stund­að hlaup sér til heilsu­bót­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.