Tré fyr­ir hvern áskrif­anda

Guð­björg Giss­ur­ar­dótt­ir, rit­stýra tíma­rits­ins Í boði nátt­úr­unn­ar, gróð­ur­set­ur tré fyr­ir hvern áskrif­anda á hverju ári í til­efni af Degi ís­lenskr­ar nátt­úru.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru hef­ur ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur þann 16. september ár hvert síð­an ár­ið 2010. Ein­stak­ling­ar, fyr­ir­ta­eki, fé­laga­sam­tök, skól­ar og stofn­an­ir eru hvött til að hafa dag­inn sér­stak­lega í huga í starf­semi sinni.

Guð­björg Giss­ur­ar­dótt­ir, út­gef­andi og rit­stýra tíma­rits­ins Í boði nátt­úr­unn­ar, og sam­starfs­fólk henn­ar hef­ur allt frá upp­hafi gróð­ur­sett tré í kring­um þenn­an dag.

„Við er­um með gróð­ur­reit uppi í Heið­mörk og plönt­um trján­um í sam­starfi við Skógra­ekt Reykja­vík­ur. Við blönd­um sam­an ýms­um teg­und­um, svo sem birki og greni. Við not­um tré í tíma­rit­ið okk­ar og þetta er mjög við­eig­andi leið til að gefa nátt­úr­unni til baka. Tíma­rit­ið er prent­að í um­hverf­is­vaenni prent­smiðju og trén sem eru not­uð í papp­ír­inn eru úr sjálf­ba­er­um skógi en okk­ur lang­aði til að gera eitt­hvað meira og þetta er okk­ar fram­lag,“seg­ir Guð­björg en ár­ið 2013 var hún til­nefnd til fjöl­miðla­verð­launa um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins sem veitt eru þenn­an dag.

Hrísl­ur verða líka að skógi

„Á hverj­um degi eru felld tré um all­an heim á svaeð­um sem eru á staerð við marga fót­bolta­velli. Við Ís­lend­ing­ar höf­um til að mynda fellt 95% af þeim skógi sem var hér við land­nám. Þess vegna er nauð­syn­legt að all­ir séu með­vit­að­ir um um­hverf­ið og geri sitt til að lág­marka skað­ann og helst gefa nátt­úr­unni til baka. Það eru all­ir sam­mála um að við þurf­um að minnka kol­efn­is­spor- ið okk­ar og gróð­ur­setn­ing trjáa er ein leið til þess. Trén búa til súr­efni, þau eru eins og hálf­gerð­ar ryk­sug­ur og minnka meng­un í and­rúms­loft­inu, ekki síst kol­efn­is­meng­un,“seg­ir Guð­björg.

Þá eru tré mik­ilvaeg til að byggja upp skjól í okk­ar vinda­sama landi og skóg­ar eru tald­ir hafa heilandi áhrif. „Gróð­ur­setn­ing reyn­ir að vísu stund­um dá­lít­ið á þol­in­ma­eð­ina. Þeg­ar mað­ur fer út í móa að gróð­ur­setja litla hríslu er því gott að muna að það tek­ur ára­tugi að gra­eða upp skóg. Ég von­ast til að eft­ir þrjá­tíu ár verði reit­ur­inn okk­ar orð­inn að mynd­ar­leg­um skógi sem við get­um ver­ið stolt af og njót­um að vera í,“seg­ir hún glað­lega.

Fólk með­vit­aðra um um­hverf­ið

Átta ár eru frá því að Guð­björg og eig­in­mað­ur henn­ar, Jón Árna­son, settu tíma­rit­ið á stofn og á þeim tíma þóttu þau ákveðn­ir braut­ryðj­end­ur í um­hverf­is­mál­um. Sp­urð hvort hún finni fyr­ir meiri áhuga á um­hverf­inu nú en þá seg­ir hún svo vera. „Ég finn fyr­ir mikl­um mun á ákveðn­um svið­um og má þar sem daemi nefna pl­ast­ið. Þar hef­ur orð­ið um­bylt­ing á hug­ar­fari og flest­ir reyna t.d. að nota taupoka frek­ar en plast­poka. Við höf­um aldrei pakk­að tíma­rit­inu í plast, hvorki þeg­ar við send­um það til áskrif­enda eða í versl­an­ir held­ur er því pakk­að inn í papp­ír. Fólk er líka mun með­vit­aðra um mat­ar­sóun. Ég átt­aði mig ný­lega á að fyr­ir fimmtán ár­um gerði ég mat­reiðslu­bók sem fjall­aði í raun um mat­ar­sóun en á þeim tíma var það hug­tak ekki til. Fólk er al­mennt orð­ið með­vit­aðra um um­hverf­ið og heils­una, sem er frá­ba­ert og er al­veg í takt við þann gra­ena og heil­brigða lífs­stíl sem við fjöll­um um.“

Þessa dag­ana hef­ur Guð­björg í mörg horn að líta en fyr­ir ut­an Í boði nátt­úr­unn­ar gef­ur hún út tíma­rit­ið Fa­eða / Food. Það kem­ur út á ís­lensku og ensku. „Þar er­um við líka að vinna í tengsl­um við nátt­úr­una og fjöll­um um mat í alls kon­ar sam­hengi. Þetta er þriðja tölu­blað­ið og þem­að núna er sjálf­ba­erni. Sjálf­ba­erni er stórt og mik­ið um­hverf­is­mál og snýst m.a. um hvernig við nýt­um og not­um nátt­úr­una og mik­ilvaegi þess að of­nýta ekki auð­lind­ir okk­ar,“seg­ir Guð­björg að lok­um.

Jón og Guð­björg planta trjám á hverju ári og von­ast til að eft­ir þrjá­tíu ár verði reit­ur­inn orð­inn að mynd­ar­leg­um skógi sem þau verði stolt af og njóti að vera í.

Trén búa til súr­efni, þau eru eins og hálf­gerð­ar ryk­sug­ur og minnka meng­un í and­rúms­loft­inu, ekki síst kol­efn­is­meng­un, að sögn Guð­bjarg­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.