Mat­ur úr ís­lensku hrá­efni

Nýtt lamba­kjöt, ný­upp­tek­ið gra­en­meti og blá­ber úr ís­lenskri sveit. Kvöld­mat­ur­inn að þessu sinni er svo­lít­ið þjóð­leg­ur en jafn­framt baeði holl­ur og góð­ur. Ekta föstu­dags­mat­ur fyr­ir fjöl­skyld­una.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Lambakótelett­ur eru alltaf góð­ar. Hér eru þa­er mar­in­er­að­ar og síð­an grill­að­ar. Þa­er eru góð­ar með blóm­káls­gratíni og grill­uðu gra­en­meti. Í eft­ir­rétt eru síð­an þess­ar aeðis­legu blá­berjamúff­ur. Þetta þarf ekki að vera flók­ið til að vera gott.

Mar­in­er­að­ar kótelett­ur

Fyrst er það upp­skrift að mar­in­er­ing­unni. Best er að láta kjöt­ið liggja í henni í sól­ar­hring en minnst tvaer klukku­stund­ir.

6 tvö­fald­ar kótilett­ur, tvaer á mann Kryddol­ía

200 ml ólífu­olía

200 ml fersk­ar kryd­d­jurtir, óreg­anó, timí­an, stein­selja, basil, rós­marín, sal­vía og fleira eft­ir smekk.

5 hvít­lauksrif

1 tsk. börk­ur af sítr­ónu

Safi úr ein­um sítr­ónu­bát ½ chilli-pip­ar

Það er gott að grilla gra­en­meti eins og … 1 gul paprika 1 gra­en paprika 1 rauð paprika Salt og pip­ar

Setj­ið allt sem á að fara í mar­in­er­ing­una í mat­vinnslu­vél. Smakk­ið og baet­ið við chilli ef þarf. Kótelett­urn­ar eru sett­ar í poka og helm­ingn­um af krydd­blönd­unni hellt yf­ir. Öllu bland­að vel sam­an. Geym­ið.

Áð­ur en þú grill­ar kótelett­urn­ar er gra­en­met­ið sett á grill­ið. Pensl­ið paprik­urn­ar með krydd­blönd­unni. Sker­ið til helm­inga og grill­ið í 15 mín­út­ur. Snú­ið af og til. Setj­ið í skál og breið­ið álp­app­ír yf­ir. Grill­ið kótelett­urn­ar á með­al­hita í 8 mín­út­ur á hvorri hlið. Bragð­ba­et­ið með salti og pip­ar og meiri krydd­blöndu ef þarf. Ber­ið kótelett­urn­ar fram með blóm­káls­gratíni og grill­aðri papriku.

Gratín­er­að blóm­kál

Blóm­kál í ostasósu er ákaf­lega holl­ur og góð­ur rétt­ur. Ha­egt er að hafa blóm­kál­ið sem stak­an rétt með sal­ati og brauði eða með kjöti í stað­inn fyr­ir kart­öfl­ur.

1 blóm­káls­höf­uð, tek­ið í sund­ur 2 msk. smjör

2 hvít­lauksrif, rif­in nið­ur 3 msk. hveiti

5 dl mjólk

150 g rif­inn ost­ur

100 g gra­en­kál, skol­að og skor­ið nið­ur

Salt, pip­ar og smá­veg­is múskat

Hit­ið ofn­inn í 200°C. Sjóð­ið blóm­kál­ið í fimm mín­út­ur og tak­ið síð­an til hlið­ar. Bú­ið til ostasósu. Bra­eð­ið smjör í potti og steik­ið hvít­lauk­inn. Pass­ið að hann brenni ekki.

Hra­er­ið hveiti sam­an við smjör­ið. Hell­ið mjólk­inni var­lega sam­an við á með­an þið hra­er­ið vel og vand­lega svo sós­an verði laus við kekki. Baet­ið ost­in­um sam­an við og hra­er­ið var­lega allt sam­an. Bragð­ba­et­ið með salti, pip­ar og múskati. Setj­ið blóm­kál­ið sam­an við og lát­ið suð­una koma upp aft­ur. Baet­ið þá gra­en­kál­inu sam­an við. Það má nota spergilkál í stað­inn fyr­ir gra­en­kál. Setj­ið blönd­una í eld­fast mót og lok­ið með álp­app­ír. Bak­ið í 10 mín­út­ur. Tak­ið þá álp­app­ír­inn og bak­ið áfram í 10 mín­út­ur eða þar til gratín­ið faer smá lit. Í lok­in er smá­veg­is stein­selju dreift yf­ir og pip­ar. Ber­ið strax fram.

Blá­berjamúff­ur

Þeir sem eru bún­ir að fara í berja­mó luma trú­lega á fal­leg­um og góð­um blá­berj­um. Það er um að gera að nota smá­veg­is af þeim í þess­ar góðu múff­ur sem er ein­falt að út­búa.

200 g hveiti

150 g syk­ur

1 tsk. lyfti­duft

200 g smjör, mjúkt og skor­ið í bita 2 egg

Safi og börk­ur af einni sítr­ónu

1 dl mjólk

250 g blá­ber

Hit­ið ofn­inn í 200°C. Setj­ið allt hrá­efni nema blá­ber­in í mat­vinnslu­vél. Hra­er­ið þar til úr verð­ur fal­legt deig. (Ef þú átt ekki mat­vinnslu­vél má nota hra­eri­vél en þá er betra að bra­eða smjör­ið). Hra­er­ið blá­berj­un­um var­lega í deig­ið með sleif. Setj­ið deig­ið í 12 múffu­form. Fal­legt er að setja blá­ber of­an á kök­urn­ar. Bak­ið í um það bil 15 mín­út­ur eða þar til kök­urn­ar eru fal­lega bak­að­ar. Ka­el­ið og skreyt­ið með glassúr ef þið vilj­ið.

Grill­að­ar kótelett­ur eru aeðis­leg­ar og ekki er verra að hafa gott með­la­eti með.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.