Krummi set­ur upp kaba­rett

Krúnk, krúnk og dirr­indí er nýr barna- og fjöl­skyldu­söng­leik­ur sem frum­sýnd­ur verð­ur í Hofi á Akur­eyri á morg­un, sunnu­dag. Ag­nes Wild leik­stýr­ir sýn­ing­unni og tutt­ugu manna hópi hljóð­fa­er­a­leik­ara, söngv­ara og dans­ara og svo nátt­úr­lega Krumma. Fjöl­menn gle

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Þetta er í raun­inni sam­starfs­verk­efni Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norð­ur­lands, Menn­ing­ar­fé­lags­ins og Leik­fé­lags Akur­eyr­ar,“seg­ir Ag­nes Wild sem leik­stýr­ir sýn­ing­unni en hún á að baki fjölda leik- og leik­stjórn­ar­verk­efna. „Þetta er fjöl­skyldu­sýn­ing og gleðisprengja sem fer fram í Hamra­borg, stóra svið­inu í Hofi.“Að­spurð hvort um söng­leik sé að raeða seg­ir hún svo ekki vera. „Ég myndi segja að þetta vaeri leik­rit með söngv­um þar sem Krummi er að­al­sögu­hetj­an. Hon­um finnst hann vera lang­best­ur og flott­ast­ur, að­al­fugl­inn á Íslandi. Hann hef­ur ver­ið einn á Íslandi með vin­um sín­um snjó­titt­ling­un­um en hef­ur beð­ið mjög óþreyju­full­ur eft­ir því að ló­an og spó­inn og krí­an snúi aft­ur eft­ir langa vet­ur­setu í heit­ari lönd­um. Hann hef­ur sett upp fuglaka­ba­rett á skemmti­staðn­um Fenja­mýri þar sem fugl­arn­ir tín­ast inn einn af öðr­um með til­heyr­andi tónlist og dansi.“Sýn­ing­in er fjöl­menn og góð­menn. „Það er átta manna kór á svið­inu, fjór­ir dans­ar­ar sem túlka alla fugl­ana með brúð­um og dansi og skemmti­leg­heit­um og svo er fjór­tán manna hljóm­sveit, að ótöld­um ein­um leik­ara, Jó­hanni Ax­el Ing­ólfs­syni sem leik­ur Krumma. Það er ótrú­lega gam­an, krefj­andi og spenn­andi fyr­ir mig að leik­stýra öllu þessu fólki á svið­inu, leik­ara, kór, lif­andi hljóm­sveit og döns­ur­um, þarna bland­ast öll svið­in sam­an og vinna þétt sam­an. Það þarf auð­vit­að gríð­ar­lega skipu­lagn­ingu því þetta er margt fólk sem allt hef­ur sitt sér­svið og sín­ar listra­enu þarf­ir sem leik­stjóri þarf að taka til­lit til.“

Höf­und­ar verks­ins eru Hjör­leif­ur Hjart­ar­son sem sem­ur text­ann, en hann skrif­aði ein­mitt text­ann í verð­launa­bók­ina Fugl­ar í fyrra auk þess að vera ann­ar hluti dú­etts­ins Hund­ur í óskil­um, og Daní­el Þor­steins­son pí­anó­leik­ari og tón­skáld sem sem­ur tón­list­ina. „Hver fugl faer sitt þema­lag og Daní­el bland­ar sam­an mis­mun­andi tón­list­ar­stíl­um, allt frá klass­ík og yf­ir í rapp,“seg­ir Ag­nes.

Þeg­ar þetta er skrif­að er að­eins áa­etl­uð ein sýn­ing á morg­un, sunnu­dag, en Ag­nes seg­ir mögu­legt að sýn­ing­um verði baett við. „Það aetti að koma í ljós á naestu dög­um. Það er að verða upp­selt á þessa sýn­ingu og þá er kannski eft­ir­spurn eft­ir fleir­um,“seg­ir Ag­nes og baet­ir við: „Mér finnst Krummi kom­inn til að vera. Hann er svo skemmti­leg­ur karakt­er að hann get­ur al­veg hald­ið uppi stuð­inu lengi lengi.“

Ag­nes hef­ur aldrei bú­ið á Akur­eyri en hef­ur sterk­ar taug­ar til baej­ar­ins. „Ég er aett­uð héð­an og finnst ég alltaf kom­in heim þeg­ar ég kem. Amma og afi bjuggu á Krist­nesi þeg­ar ég var lít­il svo ég hef mjög sterk til­finn­inga­tengsl hing­að.“Hún er mjög ána­egð með að fá að dvelja í baen­um um skeið núna og svo aft­ur í vor. „Ég er að setja upp aðra sýn­ingu hér sem verð­ur frum­sýnd í vor sem heit­ir Djákn­inn á Myr­ká, sag­an sem aldrei var sögð og er svona grín­verk, eða eig­in­lega hryll­ings­grín­verk kring­um sög­una af Djákn­an­um á Myr­ká.“En aft­ur að Krúnk, krúnk og dirr­indí. „Mig lang­ar að taka fram að lok­um að sýn­ing­in er af­skap­lega skemmti­leg fyr­ir alla og alls ekki nauð­syn­legt að hafa börn með sér þó sýn­ing­in höfði til allra í fjöl­skyld­unni.“

Krúnk, krúnk og dirr­indí verð­ur sýnd á morg­un, sunnu­dag, klukk­an fjög­ur í Hofi á Akur­eyri en all­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á mak. is.

Jó­hann Ax­el Ing­ólfs­son í hlut­verki Krumma sem und­ir­býr kaba­rett til að fagna end­ur­komu vina sinna far­fugl­anna. Krefj­andi og spenn­andi, seg­ir hann.

Ag­nes Wild, leik­stjóri, Krúnk, krúnk og dirr­indí sem sýnt verð­ur í Hamra­borg í Hofi á sunnu­dag­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.