Hanna hí­býli fyr­ir geim­fara

At­hug­an­ir tveggja vís­inda­manna í Stef­áns­helli í Hall­mund­ar­hrauni verða um­fjöll­un­ar­efni fyrsta fé­lags­fund­ar Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness sem hald­inn er í Val­húsa­skóla.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Sviss­lend­ing­ur­inn Mart­in Gass­er og Banda­ríkja­mað­ur­inn Michael Dunn frá 4th Pla­net Log­istic munu á fund­in­um kynna starf­semi sem þeir standa fyr­ir í hraun­helli í Borg­ar­firði. Þar vinna þeir að rann­sókn­um og aetla sér að koma upp og prófa hí­býli fyr­ir geim­fara sem aetl­un­in er að verði not­uð í fram­tíð­inni baeði á tunglingu og Mars.

„Eitt af stóru vanda­mál­un­um við langvar­andi dvöl á þess­um hnött­um er um­hverf­ið, til daem­is geim­geisl­un. Hraun­hell­ar, sem sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um baeði á Mars og tunglingu, geta veitt skjól. Ha­egt er að nota hell­ana sem hluta af bygg­ing­um auk þess sem þeir vernda geim­fara fyr­ir loft­stein­um og öðru slíku sem and­rúms­loft­ið hér á jörð­inni vernd­ar okk­ur fyr­ir en það er af skorn­um skammti á Mars og ekki til stað­ar á tungl­inu. Þá er hita­stig­ið í hell­um mjög stabílt sem er kost­ur,“seg­ir Þór­ir Már Jóns­son, gjald­keri Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness.

Á Íslandi er að finna mik­ið af hraun­hell­um sem hef­ur lík­lega dreg­ið vís­inda­menn­ina hing­að en auk þess bjó Mart­in Gass­er á Íslandi í mörg ár. „Hell­arn­ir henta ága­et­lega í svona rann­sókn­ir. Til daem­is er ekk­ert dýra­líf í hell­un­um sem þarf að taka til­lit til.“

Stef­áns­hell­ir í Hall­mund­ar­hrauni varð fyr­ir val­inu sem rann­sókn­ar­svaeði vís­inda­mann­anna. „Hell­ir­inn er stór og mik­ill, auð­veld­ur yf­ir­ferð­ar og þa­egi­legt að at­hafna sig þar. Lít­ið er hrun­ið og því ekki stór­grýti sem þarf að klöngr­ast yf­ir,“lýs­ir Þór­ir.

Hann seg­ir þá Gass­er og Dunn hafa unn­ið að for­rann­sókn­um með ró­bót­um og drón­um að und­an­förnu en til standi í vet­ur eða naesta sum­ar að koma upp vist­ar­ver­um í hell­in­um.

En hversu lík­legt er að það sem þeir eru að gera muni nýt­ast geim­förum fram­tíð­ar? „Það eru mikl­ar lík­ur á því að þessi lausn eða önn­ur sam­ba­eri­leg verði nýtt því mik­ið er horft til þess­ara hraun­rása út af um­hverf­is­þátt­um.“

Hell­arn­ir þykja ekki síð­ur áhuga­verð­ir vegna hugs­an­legs lífs sem í þeim gaeti leynst. „Hraun­hell­ar hafa ver­ið mik­ið rann­sak­að­ir baeði hér á Íslandi og er­lend­is. Menn hafa skoð­að slím­himn­ur sem eru víða í hell­um og eru merki­leg sam­býli af bakt­erí­um, svepp­um, flétt­um og öðru sem lif­ir í raun bara á stein­um. Það þyk­ir mjög áhuga­vert hvað þetta er ein­angr­að frá öllu öðru því venju­leg­ar bakt­erí­ur lifa ekki í þess­um að­sta­eð­um enda ekk­ert sól­ar­ljós eða lífra­en efni til að lifa á. Þetta þyk­ir mjög spenn­andi því menn halda að að­sta­eð­urn­ar á Mars séu ekki svo ólík­ar fyr­ir ut­an laegri loft­þrýst­ing. Svona stabílt um­hverfi eins og í hell­um býð­ur upp á mögu­leika á lífi.“

Þór­ir seg­ir tölu­verð­an áhuga á fyr­ir­lestr­in­um sem hald­inn verð­ur í Val­húsa­skóla á Seltjarn­ar­nesi klukk­an 20 í kvöld. Fund­ur­inn er op­inn öll­um.

NORDICPHOTOS/GETTY

Tal­ið er að fjöl­marg­ir hraun­hell­ar fyr­ir­finn­ist á Mars og tungl­inu. Þessa hella vaeri ha­egt að nota til að koma fyr­ir hí­býl­um fyr­ir geim­fara fram­tíð­ar­inn­ar enda geta þeir veitt skjól fyr­ir erf­ið­um um­hverf­is­þátt­um.

MYND/EYÞÓR

Þór­ir Már Jóns­son hjá Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagi Seltjarn­ar­ness.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.