Fata­skáp­ur afa breytti öllu

Jón Geir Jó­hanns­son, trommu­leik­ari Skálmald­ar, kynnt­ist bind­um og jökk­um gegn­um fata­skáp afa síns á mennta­skóla­ár­un­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Bind­isáhugi Jóns Geirs Jó­hanns­son­ar, trommu­leik­ara Skálmald­ar, hófst í mennta­skóla þeg­ar hann komst í fata­skáp­inn hjá afa sín­um sem átti gott úr­val af göml­um bind­um og aeðis­leg­um Korona-jökk­um sem hann pass­aði ekki leng­ur í. „Ég nota hvort tveggja enn­þá í dag. Seinna meir vann ég í Dress­mann um tíu ára skeið og þá staekk­aði binda­safn­ið tals­vert enda laerði ég þar hvað gott bindi get­ur breytt miklu. Þótt þú sért að fara í sömu skyrt­una við sömu föt­in þá er haegt breyta öllu með nýju bindi.“

Sjálf­ur á hann þó ekk­ert upp­á­halds­bindi held­ur seg­ir það bara fara eft­ir að­sta­eð­um. „Ég átti eitt sem að ég var bú­inn að bind­ast svona hjá­trú­ar­bönd­um því að það var alltaf gam­an þeg­ar ég kla­edd­ist því. Svo týndi ég því bindi og það breytti engu.“

Handa­hófs­kennd­ur stíll

Hann seg­ir fata­stíl sinn vera mjög handa­hófs­kennd­an. „Frá leð­ur­bux­um og stutterma­bol yf­ir í „ca­sual formal“jakka, skyrtu og bindi og stund­um rugla ég þessu sam­an. Með aldr­in­um hef­ur stíll minn ein­kennst meira af því að mér er meira og minna far­ið að vera sama hvað öðr­um finnst. Því geng ég í því sem mér finnst vera flott og þa­egi­legt og reyni bara að gera það þannig að ég verði mér og mín­um ekki til skamm­ar.“

Hann set­ur helst upp bindi þeg­ar hann lang­ar til að vera fínn. „Þeg­ar ég kla­eðist spari­föt­um er ég alltaf með bindi en ann­ars er hvers­dags­stíll­inn minn stillt­ur á slembival. Þá er ég ým­ist í skyrtu með bindi eða bara í þung­arokks­bol.“

Frá­ba­er tón­leikaröð

Stutt er frá því að Jón Geir og fé­lag­ar hans í Skálmöld komu fram á fern­um tón­leik­um með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands en sveit­irn­ar tvaer spil­uðu fyrst sam­an ár­ið 2013. „Eins og ár­ið 2013 gekk allt upp og stemn­ing­in og upp­lif­un­in var ólýs­an­leg. Að fá að spila með öllu þessu fólki fjög­ur kvöld í röð fyr­ir fullu húsi og áhorf­end­ur frá 37 lönd­um eru al­gjör for­rétt­indi.“

Fimmta breið­skífa Skálmald­ar kem­ur út um miðj­an októ­ber.

„Hún ber titil­inn Sorg­ir og er að mínu mati okk­ar allra besta verk. Við mun­um fylgja henni eft­ir með tón­leika­ferða­lög­um um Evr­ópu seinna í haust og í vet­ur. Stefn­an er sett á veg­lega út­gáfu­tón­leika hér á landi eft­ir ára­mót en þeir eru enn í vinnslu.“

Hv­ar kaup­ir þú föt­in þín?

Mik­ið á net­inu. Það er út­rás mín fyr­ir óvissu­þörf­ina að panta flík­ur í staerð­ar­kerfi sem ég þekki ekki og í óra­eð­um lit og sjá hvort þa­er passa. Talandi um að lifa á brún­inni!

Áttu þér tísku­fyr­ir­mynd?

Nei, ég get ekki sagt það en ég vaeri al­veg til í að vera Jeff Gold­bl­um.

Áttu minn­ing­ar um göm­ul tísku­slys?

Þar sem ég gekk í föt­um af afa mín­um í mennta­skóla hef­ur mörg­um vafa­laust þótt fata­skáp­ur­inn minn vera tísku­slys.

Hvaða flík hef­ur þú átt lengst og not­ar enn?

Stak­an ull­ar­jakka frá Korona sem afi keypti upp úr 1970 og ég hef not­að frá ár­inu 1993.

Áttu þér upp­á­halds­flík?

Það eru leð­ur­bux­urn­ar mín­ar. Það er ekki til þa­egi­legri flík til að kla­eð­ast og kon­an mín seg­ir að þa­er geri mjög góða hluti fyr­ir rass­inn á mér. Einnig verð ég að nefna stutterma­bol sem ég fékk í jóla­gjöf í fyrra sem er með áprent­uð­um fyrstu 40 þús­und orð­un­um úr upp­á­halds­skáld­sög­unni minni „The Name of the Wind“eft­ir Pat­rick Rot­hfuss.

Bestu og verstu fata­kaup­in?

Bestu kaup­in eru án efa risa­stór hvít heim­skauta­stíg­vél sem ég fékk í Sölu varn­ar­lið­seigna fyr­ir tutt­ugu ár­um á 500 krón­ur. Þau eru enn bestu vetr­ar­skór sem ég á. Mér detta eng­in verstu kaup í hug. Not­ar þú fylgi­hluti?

Nei, en ég eign­að­ist í fyrra of­boðs­lega fal­legt vasa­úr og keðju sem tengdapabbi minn heit­inn átti. Mér þyk­ir mjög vaent um þessa muni og lang­ar að nota þá meira.

MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI

Jón Geir Jó­hanns­son, trommu­leik­ari Skálmald­ar.

Nokk­ur mis­breið bindi frá ólík­um tím­um úr safni trommu­leik­ar­ans.

Einn af fjór­um köss­um Jóns Geirs en bind­in hans eru á ann­að hundrað.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.