Ýms­ar leið­ir til að baeta lífið á skrif­stof­unni

Það er þa­egi­legt að vinna á skrif­stofu og tek­ur al­mennt ekki mik­ið á en það get­ur samt reynst óhollt og vald­ið ýms­um kvill­um. Hér eru nokk­ur góð ráð til að láta sér líða sem best á skrif­stof­unni.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNN­ING­AR­BLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Það skipt­ir miklu máli að láta sér líða vel á skrif­stof­unni. Flest eyð­um við meiri tíma í vinnu en nokk­urt ann­að at­haefi og það er mik­ilvaegt að þess­um ótelj­andi klukku­stund­um á skrif­stof­unni fylgi ekki meiri óþa­eg­indi en nauð­syn­legt er og að við vinn­um okk­ur ekki mein sem haegt er að kom­ast hjá við alla þessa setu.

Það er óþol­andi að þurfa að vinna í óþa­egi­legu um­hverfi sem mað­ur get­ur ekki stjórn­að. En rann­sókn­ir hafa sýnt að litl­ar breyt­ing­ar á um­hverf­inu og að­sta­eð­um við vinnu geta haft mik­il áhrif.

Skreyt­ið, en forð­ist óþarfa

Það er gott að fara vand­lega yf­ir vinnu­rým­ið sitt og vera vak­andi fyr­ir öll­um smá­at­rið­um sem búa til vesen. Við forð­umst að gera flest sem krefst auka erf­ið­is, jafn­vel þó það sé mjög ein­falt. Þess vegna er til daem­is gagn­legt að vera með vatns­flösku á borð­inu sínu til að passa að mað­ur drekki nóg vatn, því það er haetta á að mað­ur drekki ekki nóg ef alltaf þarf að gera hlé á vinnu og standa upp til að fá sér sopa.

Eins aetti líka að geyma hug­myndal­ista og riss­blöð inn­an seil­ing­ar, en ekki of­an í skúffu. Þá eru meiri lík­ur á að mað­ur nýti þessi tól. Okk­ur er kennt frá barnaesku að ganga frá hlut­un­um á sinn stað, en það er betra að geyma gögn­in sem eru not­uð mest þar sem er mjög auð­velt að kom­ast í þau, því allt sem ger­ir verk­in flókn­ari eða erf­ið­ari dreg­ur úr hvat­an­um til að ráð­ast í þau og haeg­ir á manni.

Rann­sókn­ir hafa líka sýnt að það sé hollt að skreyta vinnu­um­hverf­ið með per­sónu­leg­um mun­um, því það gef­ur fólki aukna til­finn­ingu fyr­ir sjálfsta­eði, sem eyk­ur ham­ingju.

Það er samt ekki gott að skreyta of mik­ið, því allt sem þú sérð dreg­ur að sér at­hygli, sem þýð­ir að minni hluti af at­hygl­inni er á lausu til að ein­blína á það sem skipt­ir máli.

Gróð­ur baet­ir og kaet­ir

Rann­sókn­ir sýna að það að hafa gra­en­an gróð­ur í kring­um sig er baeði hollt og eyk­ur ham­ingju.

Við þró­uð­umst ekki til að lifa af í loft­laus­um skrif­stof­um held­ur úti í nátt­úr­unni, þannig að því meiri tengsl sem við höf­um við nátt­úr­una, því bet­ur líð­ur okk­ur og þá vinn­um við bet­ur.

Nátt­úru­legt dags­ljós er gagn­legt og potta­plönt­ur hjálpa líka. Þa­er baeta skap fólks og auka baeði af­köst og sköp­un­ar­gáfu og rann­sókn­ir sýna að fólk tek­ur faerri veik­inda­daga ef það eru potta­plönt­ur í um­hverf­inu og/eða tré og gras fyr­ir ut­an glugg­ana á skrif­stof­unni. Það er líka haegt að hlusta á nátt­úru­hljóð á YouTu­be eða í snjallsíma­for­riti til að sefa hug­ann.

Litl­ir hlut­ir geta breytt miklu. Flest­ir hafa ekki tíma fyr­ir mikla úti­vist á vinnu­tíma, en bara fimm mín­útna göngu­túr í al­menn­ings­garði get­ur haft mael­an­leg áhrif á geð­heilsu. Bara það að hafa gra­en­an skjá­bak­grunn get­ur meira að segja hjálp­að.

Svo virð­ist það baeta skap­andi hugs­un að hafa hátt til lofts, þannig að ef það þarf að hugsa eitt­hvað mik­ilvaegt er gott að fara eitt­hvert þar sem er hátt til lofts eða bara út.

Ein­fald­asta regl­an er þessi: Pass­ið að vinnu­dag­ur­inn feli í sér nokkra hluti sem voru til fyr­ir 250 þús­und ár­um, svo sem tré, sól­ar­ljós, vatn og sam­skipti aug­liti til aug­lit­is, en ekki bara skjái.

Mun­ið að hvíla aug­un

Flest­ir sem vinna við tölvu finna fyr­ir ein­hverj­um óþa­eg­ind­um í aug­un­um af því að stara lang­tím­um sam­an á skjá­inn og því er mik­ilvaegt að passa að líta reglu­lega af hon­um til að hvíla aug­un.

Það er gott að passa að líta burt frá skján­um á 20 mín­útna fresti og horfa á eitt­hvað sem er minnst sex metra í burtu í 20 sek­únd­ur. Sex metr­ar eru 20 fet og því er þetta oft kall­að 20-20-20 regl­an, sem er auð­velt að muna. Þetta hvíl­ir augn­vöðv­ana.

Svo er mik­ilvaegt að muna að blikka, eins fá­rán­legt og það kann að hljóma. Fólk blikk­ar nefni­lega minna þeg­ar það horf­ir á skjá, en það er mik­ilvaeg­ur hluti af því að halda aug­un­um rök­um og heil­brigð­um og minnka þreytu í aug­un­um.

Það er líka gott að passa að skjár­inn end­urkasti ekki ljósi ef það er mögu­legt. Ef ljós í um­hverf­inu end­ur­spegl­ast af skján­um get­ur það vald­ið auka álagi á aug­un.

Ein­fald­ar aef­ing­ar hjálpa

Síð­ast en ekki síst er gott að finna leið­ir til að hreyfa sig til að vinna gegn allri set­unni, en eins og við vit­um öll er það tengt mörg­um sjúk­dóm­um að sitja of mik­ið.

Það er gott að nýta hvert taekifa­eri til að standa upp og ganga um og svo get­ur líka ver­ið hollt að gera ein­fald­ar aef­ing­ar við skrif­borð­ið til að teygja á vöðv­un­um og auka blóð­streymi án þess að haegja á vinn­unni. Það er auð­velt að finna leið­bein­ing­ar fyr­ir slík­ar aef­ing­ar á net­inu og gott að reyna að gera þa­er nokkr­um sinn­um á dag.

MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY

Stjórn­end­ur Google vita að það skipt­ir miklu máli að hafa gróð­ur í kring­um skrif­stof­una.

Lang­ar set­ur á skrif­stof­unni geta vald­ið ýms­um kvill­um og fara illa með marga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.