Talna­spek­ing­ar hvíta tjalds­ins

Kvik­mynd­in Ghost­busters og sjón­varps­þa­ett­irn­ir Staupa­steinn og Break­ing Bad eiga það sam­eig­in­legt að þar koma við sögu hnífs­karp­ar talna­hetj­ur sem eru í miklu upp­á­haldi hjá áhorf­end­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ ENDURSKOÐUN OG BÓKHALD - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

End­ur­skoð­end­ur eru oft á tíð­um mest spenn­andi og skemmti­leg­ustu per­són­urn­ar í sjón­varpi og kvik­mynd­um. Þeir eru oft út­sjón­ar­sam­ir og klár­ir að finna óvenju­leg­ar lausn­ir, hafa þurra og beitta kímni­gáfu og sjá það sem öðr­um er hul­ið með því að lesa rétt í að­sta­eð­ur ekki síð­ur en töl­ur á blaði. Og nota krafta sína baeði til góðs og ills. Þess­ir taum­lausu talna­spek­ing­ar krydda til­ver­una svo um mun­ar, þó einkum eft­ir­tald­ir.

Í kvik­mynd­inni End­ur­skoð­and­inn (The Account­ant) leik­ur Ben Aff­leck staerð­fra­eðisnill­ing­inn Christian Wolff sem laet­ur sið­ferð­is­kennd­ina ekki stöðva sig í því að sökkva sér í und­ir­heima gla­epa og spill­ing­ar.

Fram­leið­end­urn­ir (The Producers) er kvik­mynd frá 1968 sem fjall­ar um óhaefa leik­hús­fram­leið­and­ann Max Bia­lystock og fé­laga hans, hinn stress­aða og fjöl­haefa bók­hald­ara Leo Bloom, sem óvart legg­ur fram snilld­aráa­etl­un um hvernig vaeri best að gra­eða á því að setja upp versta söng­leik í heimi sem kall­ast „Springtime for Hitler“eða „ Vor­ar hjá Hitler“. Söng­leik­ur sam­nefnd­ur mynd­inni vann flest Tony-verð­laun sem hafa ver­ið veitt sama verki ár­ið 2001.

Hver man ekki eft­ir fast­asta fasta­gest­in­um á Staupa­steini, hon­um Norm sem var heils­að svo fagn­andi þeg­ar hann kom enda hrók­ur alls fagn­að­ar? Hann var end­ur­skoð­andi að at­vinnu og hlýt­ur að hafa ver­ið af­skap­lega góð­ur í sínu starfi því ann­ars hefði hann ver­ið rek­inn fyr­ir löngu fyr­ir að hanga svona mik­ið á barn­um.

Rick Mor­an­is fór eft­ir­minni­lega með hlut­verk end­ur­skoð­and­ans Lou­is Tully í fyrstu Ghost­busters­mynd­inni. Hann af­rek­aði að laesa sig út úr íbúð­inni sinni, halda öm­ur­lega leið­in­leg partí þar sem hann bauð við­skipta­vin­um frek­ar en vin­um sín­um til að geta skrif­að á sig kostn­að. Og svo verð­ur hann and­set­inn af hyrnd­um djöfla­hundi frá ann­arri vídd sem fleiri end­ur­skoð­end­ur gaetu mögu­lega stát­að af þeg­ar ein­hver kem­ur kort­er í miðna­etti á skatta­skila­dag með full­an poka af krump­uð­um kvitt­un­um.

Þó per­sóna efna­fra­eði­kenn­ar­ans Walters White sé mörg­um áhorf­end­um sjón­varps­þátt­anna Break­ing Bad minn­is­sta­eð eru einnig marg­ir sem telja ferða­lag konu hans, Skyler White, gegn­um þa­ett­ina enn­þá áhuga­verð­ara. Þessi vernd­andi móð­ir, sem er í fyrstu stór­lega mis­boð­ið vegna hegð­un­ar manns­ins síns, sýn­ir mik­ið hug­vit og út­sjón­ar­semi í að koma illa fengn­um gróð­an­um í far­veg.

End­ur­skoð­and­inn Lou­is Tully (Rick Mor­an­is) og selló­leik­ar­inn Dana Bar­rett (Sigour­ney Wea­ver) um það bil sem helj­ar­hund­ar taka yf­ir lík­ama þeirra.

Skyl­ar White í sjón­varps­þáttar­öð­inni Break­ing Bad beitti ýms­um bók­halds­brögð­um til að hylma yf­ir ólög­lega gjörn­inga eig­in­manns­ins.

Norm, ein­um ástsa­el­asta end­ur­skoð­anda sjón­varps­sög­unn­ar, var fagn­að eins og þjóð­hetju þeg­ar hann steig faeti inn á hverf­is­bar­inn Staupa­stein.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.