Skap­ar sjón­hverf­ing­ar á eig­in lík­ama

Dain Yoon er ein­stak­ur lista­mað­ur frá Suð­ur-Kór­eu sem not­ar vatns­liti til að mála á sig ótrú­leg­ar sjón­hverf­ing­ar. Verk henn­ar eru baeði mjög flott og ruglandi, en þau eru víst ekki unn­in í tölvu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Suð­urkór­eski lista­mað­ur­inn Dain Yoon hef­ur vak­ið mikla at­hygli fyr­ir flotta og frum­lega förð­un, en þessi ein­staki lista­mað­ur not­ar vatns­liti til að mála á sig magn­að­ar sjón­hverf­ing­ar sem er ótrú­legt að séu ekki tölvu­gerð­ar.

Dain kall­ar verk sín sjón­hverf­ingalist og sýn­ir þau á Insta­gram­síðu sinni und­ir nafn­inu designdain. Við fyrstu sýn virð­ast mörg verk henn­ar vera unn­in í Photos­hop, en Dain seg­ir að þau séu að öllu leyti gerð með máln­ingu.

Dain er ein­stak­lega faer mál­ari, svo verk henn­ar ögra skynj­un okk­ar. Sum­um finnst erfitt að horfa á þau og flest­ir þurfa smá stund til að átta sig á því sem fyr­ir augu ber.

Dain er al­in upp af lista­mönn­um og hef­ur mál­að síð­an hún var barn. Hún gekk í virta lista­há­skóla í Suð­ur-Kór­eu og út­skrif­að­ist efst í sín­um bekk, enda ein­stak­ur lista­mað­ur. Hún nýt­ir máln­ing­una baeði til að túlka fjöl­breyti­leika ein­stak­linga og til­finn­ing­ar sem hún seg­ir að eigi upp­runa sinn í listra­enu upp­eld­inu. Sjón er sögu rík­ari.

MYNDIR/DAINYOON.COM

Lista­mað­ur­inn Dain Yoon not­ar vatns­liti til að mála á sig ein­stak­ar sjón­hverf­ing­ar.

List Dain Yoon er virki­lega fjöl­breytt, frum­leg og flott og hef­ur vak­ið verð­skuld­aða at­hygli víða um heim.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.