Söngdív­ur í að­al­hlut­verki

Stef­an­ía Svavars­dótt­ir syng­ur á tón­leik­um með kór Linda­kirkju á sunnu­dag­inn, ásamt Regínu Ósk og Bryn­hildi Odds­dótt­ur. Þa­er syngja lög Aret­hu Frank­lin, Ma­haliu Jackson og Rosettu Tharpe.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á söngdív­um og fá­ar söng­kon­ur hafa haft jafn­mik­il áhrif á mig og Aretha Frank­lin. Ég laerði mörg lag­anna henn­ar þeg­ar ég var stelpa og fyrsta lag­ið með henni sem ég söng op­in­ber­lega var Chain of Fools, þá fjór­tán ára að aldri,“seg­ir Stef­an­ía en á sunnu­dag­inn aetl­ar hún að syngja nokk­ur lög úr safni Aret­hu Frank­lin á tón­leik­um með kór Linda­kirkju.

„Þetta verð­ur mögn­uð dag­skrá í tón­um, tali og mynd­um til að heiðra minn­ingu söng­kvenn­anna Aret­hu Frank­lin, Ma­haliu Jackson, sem var köll­uð drottn­ing gospel­tón­list­ar­inn­ar, og Rosettu Tharpe, sem var þekkt sem guð­móð­ir rokks­ins. Auk mín syngja Regína Ósk Ósk­ars­dótt­ir og Bryn­hild­ur Odds­dótt­ir ein­söng með kórn­um,“upp­lýs­ir Stef­an­ía sem þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þeg­ar Ósk­ar Ein­ars­son tón­list­ar­stjóri hafði sam­band við hana og bað hana um að syngja á tón­leik­un­um.

„Mér finnst frá­ba­ert að fá taekifa­eri til að syngja með kór Linda­kirkju, sem er geysi­lega góð­ur gospelkór. Svo held ég mik­ið upp á soul-tónlist, það er þar sem hjarta mitt slaer,“seg­ir söng­kon­an góð­kunna bros­andi.

Barn á leið­inni

Stef­an­ía á ekki von á að syngja á mörg­um tón­leik­um á naestu mán­uð­um. „Nú eru tveir mán­uð­ir í að ég eign­ist mitt fyrsta barn og ég syng á ör­fá­um tón­leik­um fyr­ir sett­an dag. Ég mun syngja á Abba­tón­leik­um í Eld­borg í lok októ­ber og svo á Skon­rokki í Hörpu um miðj­an nóv­em­ber. Það verða ör­ugg­lega síð­ustu tón­leik­arn­ir þar sem ég kem fram áð­ur en barn­ið kem­ur í heim­inn,“seg­ir Stef­an­ía en með­gang­an hef­ur geng­ið mjög vel.

Sem­ur eig­in tónlist

Und­an­farna mán­uði hef­ur Stef­an­ía not­að tím­ann til að vinna í eig­in tónlist og hún von­ast til að gefa út eig­ið efni naesta sum­ar, þeg­ar faeð­ing­ar­or­lofinu lýk­ur. „Ég er bú­in að vera í hljóð­veri að taka upp lög. Þetta er að­al­lega soul-tónlist, R&B í bland við popp,“seg­ir hún en söng­ur­inn er henn­ar að­alstarf.

„Ég hef ver­ið í alls kon­ar verk­efn­um síð­ustu ár­in og mik­ið sung­ið t.d. á tón­leik­um á veg­um Rigg við­burða. Í raun hef ég sung­ið í stór­um sýn­ing­um, á litl­um bargigg­um og allt þar á milli. Ég kenni líka söng í Söng­skóla Maríu Bjark­ar og það er baeði gef­andi og gam­an,“seg­ir Stef­an­ía en hún er þekkt fyr­ir kraft­mikla og fal­lega rödd.

Í fyrra tók Stef­an­ía þátt í undan­keppni Söngv­akeppi RÚV og seg­ir það hafa ver­ið skemmtilega reynslu. „Ég myndi hik­laust taka þátt í keppn­inni aft­ur ef ég fengi gott lag til að syngja,“seg­ir hún.

Söng með St­uð­mönn­um á unglings­ár­un­um

Stef­an­ía vakti fyrst at­hygli þeg­ar hún vann Söng­keppni Sam­fés ár­ið 2008, þá fimmtán ára. Í kjöl­far­ið hafði Jakob Frím­ann í St­uð­mönn­um sam­band við hana og bauð henni að syngja með hljóm­sveit­inni. Hún ákvað að slá til og sér ekki eft­ir því. „Ég var sextán ára þeg­ar ég söng fyrst með St­uð­mönn­um á balli. Mamma ól mig svo vel upp að ég kunni öll lög­in með þeim. Ég kom reglu­lega fram með St­uð­mönn­um í um eitt og hálft ár og þetta var heil­mik­ill skóli fyr­ir mig. Þetta var stuttu eft­ir hrun en þá var meira um sveita­böll en í dag. Ég fór mik­ið út á land að syngja á böll­um,“seg­ir Stef­an­ía og við­ur­kenn­ir að það hafi ver­ið dá­lít­ið sér­stakt að vera yngri en ballgest­irn­ir.

„Ég var samt með tölu­verða reynslu af því að syngja með hljóm­sveit. Ég hafði ver­ið í ung­linga­hljóm­sveit með nokkr­um strák­um sem voru einu ári eldri en ég. Við spil­uð­um á þorra­blót­um, árs­há­tíð­um og af­ma­el­um í tvö til þrjú ár. Það var gam­an,“seg­ir Stef­an­ía.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Stef­an­ía á von á sínu fyrsta barni eft­ir tvo mán­uði og vinn­ur nú að sinni eig­in tónlist.

MYND/NORDICPHOTOS/GETTY

Aretha Frank­lin var ein vinsa­el­asta söng­kona sög­unn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.