Finnst gott að byrja dag­inn á ný­bök­uðu Bláfjalla­brauði

Fyr­ir­liði kvenna­liðs Vals í körfu­bolta, Guð­björg Sverr­is­dótt­ir, kem­ur vel und­ir­bú­in til leiks fyr­ir nýhaf­ið tíma­bil. Hún gír­ar sig upp fyr­ir leik með góðri tónlist og seg­ir að fisk­ur í raspi með soðn­um kart­öfl­um og remúl­aði sé upp­á­halds­mat­ur­inn sinn. Liði

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Dom­ino’s-deild kvenna í körfu­bolta hófst í síð­ustu viku en silf­urliði síð­asta árs, Val, er spáð öðru sa­eti í ár í ár­legri spá for­ráða­manna, fyr­ir­liða og þjálf­ara deild­ar­inn­ar. Valskon­ur hafa haft aeft stíft í sum­ar og und­ir­bú­ið vet­ur­inn vel að sögn Guð­bjarg­ar Sverr­is­dótt­ur, fyr­ir­liða og eins af lyk­il­mönn­um liðs­ins, sem átti góð­an leik í fyrsta sig­ur­leik tíma­bils­ins gegn Skalla­grími og skor­aði 18 stig. „Við vor­um mjög dug­leg­ar að aefa í sum­ar enda aetl­um við okk­ur stóra hluti í vet­ur. Lið­ið er með mjög flott­an styrkt­ar­þjálf­ara auk þess sem við höf­um frá­ba­era að­stöðu í Origo höll­inni, heima­velli Vals­ara, sem ger­ir okk­ur kleift að aefa eins og at­vinnu­menn. Fyr­ir tíma­bil­ið setti ég mér per­sónu­leg markmið sem ég held út af fyr­ir mig en markmið liðs­ins í ár er að enda í einu af í efstu fjór­um sa­et­un­um þannig að við ná­um inn í úr­slita­keppn­ina.“

Stuðn­ing­ur að heim­an

Guð­björg kem­ur úr mik­illi körfu­bolta­fjöl­skyldu og var fimm ára þeg­ar hún hóf að aefa körfu­bolta, þá með Hauk­um en hún ólst

Sp­urt og svar­að

Hvernig er daemi­gerð helgi hjá þér?

Daemi­gerð helgi byrj­ar á aef­ingu á föstu­dags­kvöldi og síð­an aft­ur á laug­ar­dags­morgni. Síð­an eyði ég oft deg­in­um í að lesa eða hanga með fjöl­skyldu og vin­um og reyni að borða góð­an mat.

Hvernig lít­ur drauma­helg­in út?

Drauma­helg­inni vaeri eytt í sum­ar­bú­stað með góðu fólki og góð­um mat. Eng­inn sími og ekk­ert áreiti.

Hvað faerðu þér í morg­un­mat?

Það er mjög mis­jafnt hvað ég borða í morg­un­mat en oft­ast er það Bláfjalla­brauð með smjöri og osti. Dag­ur­inn klikk­ar ekki þeg­ar mað­ur byrj­ar á ný­bök­uðu

Bláfjalla­brauði.

Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöld­mat?

Uppá­halds­kvöld­mat­ur­inn er fisk­ur í raspi með soðn­um kart­öfl­um og remúl­aði.

Hvað finnst þér gott að fá þér í milli­mál?

Það eru vín­ber.

Áttu þér upp­á­halds aef­ingu? Liðsa­ef­ing­arn­ar sem við höf­um eft­ir leiki eru upp­á­haldsa­ef­ing­arn­ar mín­ar. Þá er­um við oft bara að hafa gam­an og í virkri end­ur­heimt.

Hver er efni­leg­asti leik­mað­ur deild­ar­inn­ar?

Ég tel að Ásta Júlía Gríms­dótt­ir, liðs­fé­lagi minn hjá Val, sé efni­leg­asti leik­mað­ur deild­ar­inn­ar í dag.

Áttu þér ein­hverja upp­á­halds­leik­menn?

Ég á einn upp­á­halds­leik­mann er­lend­is en það er syst­ir mín, Helena Sverr­is­dótt­ir, sem spil­ar með Ceg­led í ung­versku deild­inni.

Hvernig kem­ur þú þér í gír­inn fyr­ir leik?

Með því að hlusta á góða tónlist. Smekk­ur­inn er mis­mun­andi eft­ir leik­dög­um en oft­ast er það Mu­se eða Kanye West sem koma mér af stað.

Hvaða haefi­leika hef­ur þú sem faest­ir vita um?

Ég veit ekki hvort það telst haefi­leiki en ég er klaufi af Guðs náð.

MYND/EYÞÓR

Guð­björg Sverr­is­dótt­ir í fyrsta leik vetr­ar­ins gegn Skalla­grími. Leik­ur­inn vannst og Guð­björg skor­aði 18 stig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.