Óreið­an get­ur ekki klikk­að

Mar­grét Odd­ný Leopolds­dótt­ir ólst upp á bak við búð­ar­borð­ið í Hreð­avatns­skála og laerði að reikna áð­ur en hún varð laes. Í hönd­um henn­ar verð­ur nátt­úr­an að dýrð­leg­um vetr­ar­kröns­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Það geta all­ir gert kransa,“seg­ir Mar­grét inn­an um fag­urt nátt­úru­skart sem hún hef­ur fund­ið á vegi sín­um. „Það er líka gam­an að sjá hvernig karakt­er hvers og eins kem­ur fram í kran­sa­gerð­inni og ekki haegt að fela sinn innri mann, hvort sem hann er óreiðu­kennd­ur eða hald­inn full­komn­un­ar­áráttu. Út­kom­an er alltaf fal­leg því nátt­úr­an sjálf er óreiða og ef mað­ur skap­ar eitt­hvað úr nátt­úr­unni get­ur það ekki klikk­að.“

Al­in upp í Hreð­avatns­skála

Mar­grét var listra­ent barn og sí­fellt að teikna.

„Ég ólst upp í Hreð­avatns­skála, lands­fra­egri vega­sjoppu. Allt um kring var borg­firsk nátt­úr­an en ég var svo hra­eði­lega naer­sýn að ég sá ekki fjöll­in í kring held­ur bara of­an í hraun­ið og allt það smáa, eins og hrein­dýramos­ann, lit­ina á stein­un­um og all­ar ís­lensku plönt­urn­ar. Síð­ar fór bróð­ir minn í Garð­yrkju­skól­ann og þurfti að safna plönt­um í bók, pressa þa­er og skrá, og þá hjálp­aði ég hon­um að finna grös­in því ég þekkti all­ar gras­teg­und­irn­ar og hafði þol­in­ma­eði til að leita þeirra,“seg­ir Mar­grét sem er laekn­ir að mennt en söðl­aði um til að sinna lista­gyðj­unni. Eft­ir út­skrift úr tex­tíl­hönn­un frá Lista­há­skól­an­um stofn­aði hún list­hús­ið Golu & Glóru þar sem hún hann­ar nytjalist fyr­ir heim­ili.

„For­eldr­ar mín­ir ráku Hreð­avatns­skála á ár­un­um 1960 til 1977 og ég var orð­in tíu ára þeg­ar þau seldu. Það var ynd­is­leg­ur tími og mér finnst sem hálf aevi mín hafi gerst fyr­ir tíu ára ald­ur­inn. Í skál­an­um var rek­ið veit­inga­hús og hald­in róm­uð sveita­böll. Þetta var á þeim tíma þeg­ar börn unnu og ég var far­in að af­greiða á bens­índa­el­unni sex ára,“seg­ir Mar­grét sa­ell­ar minn­ing­ar um aevin­týra­lega tíma.

„Við fjöl­skyld­an bjugg­um í her­bergi inn af eld­hús­inu og vor­um fjög­ur systkin­in sem ól­umst þarna upp. Þau eldri voru kom­in í her­bergi á gangi starfs­fólks­ins en í þá daga voru sam­göng­ur aðr­ar og fólk­ið sem vann í skál­an­um bjó þar líka. Svo var bank­að á glugg­ana á nótt­unni og pabbi náði í eld­spýt­ur og síga­rett­ur og seldi út um glugg­ann,“seg­ir Mar­grét og hla­er, en op­ið var í Hreð­avatns­skála alla daga árs­ins, nema á jóla­dag og ný­árs­dag.

„Klukk­an sex á að­fanga­dags­kvöld var sjopp­unni lok­að og þá héld­um við jól­in í eld­hús­inu. Mér fannst her­berg­ið okk­ar risa­stórt en sé í dag að það var ekk­ert stórt. Þó upp­lifði ég aldrei nein þrengsli; þetta voru bara mjög góð­ir tím­ar og skemmti­leg­ir.“

„Rusl“úr iðn­að­ar­hverf­um

Mar­grét hef­ur und­an­far­in ár hald­ið vinsa­el nám­skeið í kran­sa­gerð í Litlu hönn­un­ar­búð­inni í Hafnar­firði.

„Móð­ir mín byrj­aði að gera kransa þeg­ar hún var orð­in full­orð­in, var með mjög gra­ena fing­ur og átti mik­ið af stofu­blóm­um. Þeg­ar hún haetti að geta tínt efni­við­inn sjálf sök­um elli fór ég að tína fyr­ir hana svo hún gaeti hald­ið áfram að búa til kransa. Síð­asta ár­ið sem mamma út­bjó kransa kenndi hún mér og barna­barn­inu sínu hand­tök­in við kran­sa­gerð­ina og er kunn­átta mín því kom­in frá mömmu. Frá henni hef ég dýrma­eta vitn­eskju um hvaða plönt­ur passa og end­ast,“seg­ir Mar­grét sem nú hef­ur gert gull­fal­lega kransa í ára­tug.

„Ég er alltaf með klipp­urn­ar í bíln­um eða í vas­an­um á göngu. Lífs­speki mín er að til sé ým­is­legt fal­legt sem aðr­ir meta lít­ils og haegt er að gera stór­kost­lega fag­urt úr. Ég nota mik­ið af því sem öðr­um finnst vera rusl; njóla, ax af mis­mun­andi strá­um, melgresi, fra­e­belgi arfa, vall­humal og ill­gresi úr iðn­að­ar­hverf­um,“upp­lýs­ir Mar­grét sem vel­ur flest úr ís­lenskri nátt­úru í kransa sína en kaup­ir meira inn í þeg­ar líð­ur að jól­um.

„Ég nálg­ast kran­sa­gerð­ina eins og mynd­list og stund­um naívískt. Að velja efni­við­inn er dá­lít­ið eins og verk­efni í nú­vit­und og í stað þess að hafa áhyggj­ur af morg­un­deg­in­um þeg­ar mað­ur fer út að ganga tek­ur mað­ur eft­ir því sem er þar hér og nú og finn­ur þá gjarn­an plönt­ur sem mað­ur vissi ekki að vaeru til.“

Síð­asta haust­kr­ansa­nám­skeiði Mar­grét­ar lauk í gaer. Við taka nám­skeið í vetr­arog jóla­kröns­um sunnu­dag­inn

21. októ­ber og verða hald­in alla sunnu­daga út nóv­em­ber. „Vetr­ar­krans­arn­ir eru hugs­að­ir sem hurðakr­ans­ar með jóla­legu ívafi en einnig er haegt að vinna þá sem borð­skreyt­ingu og með mjög lít­illi fyr­ir­höfn verða þeir að fal­leg­um að­ventukr­ans,“seg­ir Mar­grét.

MYND/EYÞÓR

Mar­grét not­ar mik­ið lyng og ber í krans­ana sem geym­ast best ut­an­húss og vel sprey­að­ir með lakki.

Mar­grét not­ar greni, þykk­blöð­unga, fra­e­belgi fall­inna blóma og stund­um rauð­kál og skraut­kál í kransa sína. Í ár hef­ur hún ekki tímt að tína fugla­ber þar sem svo lít­ið er af þeim.

Mar­grét seg­ir brýnt að ganga vel um nátt­úr­una og skilja ekki eft­ir sig ör. Í efsta krans­inn not­aði hún sortu­lyng sem er gra­ent ár­ið um kring. Neðsti krans­inn er gerð­ur úr maríustakk sem lík­ist blaut­um mosa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.