Rann­sak­ar eig­in rödd bet­ur

Árni Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi söngv­ari gleðisveit­ar­inn­ar FM Belfast, hef­ur sagt skil­ið við sveit­ina og haf­ið sóló­fer­il ásamt því að sinna fjöl­breytt­um verk­efn­um með ýms­um leik- og lista­hóp­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Eft­ir níu eft­ir­minni­leg ár með gleðisveit­inni FM Belfast hef­ur Árni Vil­hjálms­son, einn söngv­ara sveit­ar­inn­ar, sagt skil­ið við fé­laga sína og haf­ið sóló­fer­il. Hann kem­ur fram á Airwaves-tón­list­ar­há­tíð­inni í naesta mán­uði en fyrr í vik­unni gaf Árni út fjórða lag sitt á ár­inu, Si­des. Óhaett er að segja að tónlist Árna sé tals­vert ólík þeirri sem hann var að fást við í FM Belfast þar sem líf­leg elektrón­ík­in vík­ur fyr­ir ró­legri tónlist með hjálp fjöl­breytt­ari hljóð­fa­era. „Tón­list­in sem ég gef út und­ir nafn­inu Árni Vil er á frek­ar per­sónu­leg­um nót­um. Ég hef mest unn­ið hana með Þóri Boga­syni (Thoracius Appotite) en hann er mjög haefi­leika­rík­ur, ba­eði tón­list­ar­lega og svo ger­ir hann frá­ba­er mynd­bönd.“

Inn­blástur­inn seg­ist hann sa­ekja í ým­is stef úr lífi sínu. „Stef­in eru samt ör­ugg­lega á ein­hvern hátt al­menn líka og eitt­hvað sem marg­ir hafa stað­ið frammi fyr­ir. Eins og t.d. ótt­ann við að verða ekki það sem þú vilt vera, þrá­hyggju og vera með drauma en liggja svo bara í kvíða og að­gerð­ar­leysi uppi í rúmi á Face­book og fylgj­ast með líf­inu fjara út.“

Hálf­gerð­ar geim­ver­ur

Lög­in fjalla líka á ein­hvern hátt um eitt­hvað sam­mann­legt, að sögn Árna. Um það hvað við er­um lík og díl­um við sömu hlut­ina en get­um um leið birst hvert öðru eins og geim­ver­ur. „Þetta eru kannski að ein­hverju leyti barna­leg­ar og per­sónu­leg­ur pael­ing­ar en lög­in og text­arn­ir eru unn­ir með lít­illi rit­skoð­un. Text­arn­ir eru á ensku af því hugð­ar­efn­in eru frek­ar al­menn og þá er fínt að fleiri skilji orð­in. Ég er samt orð­inn frek­ar spennt­ur fyr­ir því að prófa líka að gefa út lög á ís­lensku.“

Um þess­ar mund­ir er ver­ið að klára að mixa önn­ur lög plöt­unn­ar en hann reikn­ar með því að hún komi út fyr­ir jól. „Ég hef líka ver­ið að vinna lög með Thom­asi Stankiewicz sem er mjög klár pródú­sent og aetl­um við að gefa út nokk­ur lög á kom­andi mán­uð­um. Einnig kem­ur bráð­lega út lag sem við Teit­ur Magnús­son sömd­um sam­an.“

Góð­ur tími

Ár­in níu með FM Belfast voru eft­ir­minni­leg að sögn Árna sem seg­ir all­ar tón­leika­ferð­irn­ar standa upp úr í minn­ing­unni. „Það er í raun­inni frek­ar merki­legt að svona lít­il indí elektrósveit hafi náð að túra sum­ar eft­ir sum­ar á hverju festi­val­inu á faet­ur öðru víða um heim. Einnig var mjög laer­dóms­ríkt að vinna með Árna Rún­ari og Lóu en þau eru ein­stak­lega skap­andi. Það sem ég laerði kannski líka er að mað­ur verð­ur að vera trúr sinni sann­fa­er­ingu og gera það sem er satt fyr­ir mann sjálf­an. Á tíma­bili var það FM Belfast en það tók endi eins og geng­ur og ger­ist. Eft­ir níu ár og þrjár plöt­ur var ég orð­inn þreytt­ur á að túra og fannst það ekki leng­ur jafn gef­andi. Það var kom­inn tími á að ég gerði eitt­hvað nýtt og rann­sak­aði mína eig­in rödd bet­ur.“

Út­varp­ið skemmti­legt

Þótt flest­ir þekki tón­list­ar­mann­inn Árna á hann sér ýms­ar fleiri listra­en­ar hlið­ar. Hann er m.a. einn með­lima í leik­hópn­um Krið­pleir og lista­hópn­um Art – Studio Art Col­lecti­ve sem var stofn­að­ur ný­lega. „Út­varps­leik­rit­ið Bón­us­ferð­in eft­ir okk­ur fé­laga í Krið­pleir var flutt á Rás 1 fyr­ir stuttu og er haegt að hlýða á það á vef RÚV. Það var mjög skemmti­legt að vinna um jákvaeða orku.“Hann seg­ir ferl­ið sem þeir vinni eft­ir kalla eig­in­lega á að það verði alltaf eitt­hvað bú­ið til. „Þess vegna hafa mjög ólík­ir hlut­ir orð­ið til eins og t.d. költ­ið okk­ar, The World Cult, sem er kom­ið með um 50 með­limi, orku­stöðvasam­fest­ing­ur, Thai nudd vagn, nýtt skjald­ar­merki sem við unn­um með Óla Stef og svo nýi papp­inn sem er unn­inn með rapp­ar­an­um og fjöll­ista­mann­in­um Joey Christ. Ég legg til að fólk fylg­ist með þessu á in­sta­gram­inu okk­ar, @artstudi­o­artcol­lecti­ve.“

Sjálf­ba­er þró­un til umra­eðu

Þeg­ar Árni sinn­ir ekki list­inni og dag­legu starfi sínu hjá Ís­lensku aug­lýs­inga­stof­unni, seg­ist hann verja mest­um tíma sín­um með dótt­ur sinni og kaer­ustu. „Dótt­ir mín er mik­ill snill­ing­ur og er sem bet­ur fer með svip­uð áhuga­mál og ég. Þannig er­um við oft að búa til lög, föndr­um mik­ið sam­an og svo bú­um við líka til alls kyns dansa.“

Ka­er­ast­an hans, Snjó­laug Árna­dótt­ir, pael­ir mik­ið í lofts­lags­mál­um og seg­ir Árni þau verja mest­um tíma sín­um í að spjalla um sjálf­ba­era þró­un. „Þar má nefna umra­eðu­efni á borð við haekk­un sjáv­ar, plast­meng­un, offjölg­un mann­kyns og fleira. Henni finnst líka gam­an að flytja fyr­ir mig alls kyns fyr­ir­lestra, þá helst eitt­hvað tengt al­mennri lög­fra­eði. Ut­an þess hef ég helst áhuga á tónlist, öllu tengdu sjálfs­hjálp, mynd­list, sviðslist­um og kannski gríni líka. Mér finnst líka gam­an að gera grín. Ég hugsa að það sem mér þyki skemmti­leg­ast sé að gera eitt­hvað skap­andi í hópi.“

MYND/ANTON BRINK

„Það sem ég laerði kannski líka er að mað­ur verð­ur að vera trúr sinni sann­fa­er­ingu og gera það sem er satt fyr­ir mann sjálf­an. Á tíma­bili var það FM Belfast en það tók endi eins og geng­ur og ger­ist,“seg­ir Árni Vil­hjálms­son sem und­ir­býr sína fyrstu sóló­plötu um þess­ar mund­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.