Kaktus­ar til skrauts

Fag­ur­lag­að­ir eða óvenju­leg­ir kaktus­ar setja mik­inn svip á um­hverf­ið og að þeim er mik­il prýði. Kaktus­ar eru réttu plönt­urn­ar fyr­ir þá sem ekki hafa gra­en­ar fing­ur.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Kaktus­ar taka sig vel út hvort sem er í eld­hús­glugg­an­um, á stofu­hill­unni, skrif­borð­inu eða vinnu­staðn­um. Þeir þurfa al­mennt litla um­hirðu, sem mörg­um finnst mik­ill kost­ur. Kaktus­ar þurfa frem­ur mikla birtu til að þríf­ast sem best en þá má einnig setja á skuggsa­el­an stað yf­ir vetr­ar­tím­ann. Þeg­ar þeir eru sett­ir í birtu á ný þarf að gaeta þess að setja þá ekki beint í sterka sól­ina held­ur venja þá smám sam­an við breytt um­hverfi.

Að­eins þarf að vökva kaktusa af og til, jafn­vel eft­ir minni, og gaeta þess að þeir standi ekki í vatni. Sum­ar gerð­ir af kaktus­um þarf ekki að vökva svo vik­um skipt­ir og þeir mega þorna vel á milli þess sem vökv­að er.

Lang­líf­ar plönt­ur

Al­mennt lifa kaktus­ar lengi og vaxa frem­ur haegt. Marg­ar gerð­ir blómstra fag­ur­lega og gleðja þá eig­and­ann með ska­er­l­it­um blóm­um. Oft blómstra kaktus­ar að naet­ur­lagi. Haesta kaktu­s­teg­und­in get­ur náð allt að nítj­án metr­um þar sem hún vex í heim­kynn­um sín­um í Am­er­íku. Minnsta gerð­in er hins veg­ar að­eins einn senti­metri að haeð, full­vax­in.

Dag­blöð við umpott­un

Þeg­ar blóma­pott­ur­inn er orð­inn of lít­ill eða mold­in al­gjör­lega naer­ing­arsnauð þarf að umpotta en það get­ur ver­ið á tveggja til þriggja ára fresti. Best er að umpotta snemma vors til daem­is í mars eða apríl.

Þeg­ar kem­ur að því að umpotta kaktusa þarf að hafa var­ann á því marg­ar teg­und­ir hafa af­ar beitt­ar nál­ar sem ekki er gott að stinga sig á. Í þeim til­fell­um er haegt að vefja nokkr­um lög­um af dag­blöð­um ut­an um plönt­una til að ná góðu taki á henni þeg­ar hún er los­uð úr pott­in­um. Gott er að vera í þykk­um garð­hönsk­um við verk­ið.

Hafa þarf í huga að kaktusa á ekki að setja í of stór­an pott. Því er ráð að setja þá í að­eins staerri pott við hverja umpott­un. Kaktus­ar þríf­ast vel í jarð­vegi sem er létt­ur og bland­að­ur vikri en þannig kemst vatn­ið vel að rót­un­um. Pott­ur­inn þarf að sjálf­sögðu að vera hreinn þeg­ar plant­an er sett í hann. Þeg­ar kakt­us­inn er kom­inn í nýj­an pott er gott að gefa hon­um vatn eft­ir um það bil þrjá daga.

MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY

Hér setja kaktus­ar skemmti­leg­an svip á stof­una.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.