List­in við að lag­skipta

Þeg­ar vetr­ar­vind­ar byrja að blása teygj­um við okk­ur í hlýju föt­in. En marg­ir kjósa að kla­eða sig frek­ar í nokk­ur lög en að draga fram þykk kulda­föt. Hér eru nokk­ur góð ráð til að negla lag­lega lag­skipt­ingu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Það er eðli­legt að vilja dúða sig þeg­ar vetr­arkuld­inn byrj­ar að stinga, en það lít­ur ekki alltaf mjög glaesi­lega út að fara í hnaus­þykka úlpu eða hrúga bara á sig flík­um. Til að líta vel út þarf að temja sér list­ina við lag­skipt­ingu. Hér eru nokk­ur góð ráð til að hafa í huga þeg­ar mað­ur kla­eð­ir sig fyr­ir vet­ur­inn.

Að lita lög­in

Hlut­laus­ir lit­ir virka vel í lag­skipt­ingu og það er baeði haegt að leika sér með ólíka tóna eða halda sig við einn lit.

Ef mað­ur held­ur sig við einn lit er mik­ilvaegt að velja efni með ólíka áferð. Það baet­ir við dýpt og fjöl­breyti­leika og ann­ars er haetta á að fá of flatt og eins­leitt út­lit.

Ef mað­ur aetl­ar að halda sig við ein­litt út­lit er ekki gott að velja mjög ska­era liti, því þá er haetta á að líta út eins og sögu­per­sóna í barna­efni. Það er betra að nota frek­ar hlut­lausa liti, sér­stak­lega ef mað­ur vill vera lát­laus í kla­eð­a­burði.

Það þurfa ekki öll föt­in að vera í lit­um sem passa full­kom­lega sam­an, en það aetti bara ein flík að vera „há­vaer“og skera sig úr frá öll­um hinum. Ef þú held­ur þig al­mennt við hlut­lausa liti er haegt að nota tref­il eða húfu sem mest áber­andi flík­ina til að setja tón­inn.

Það er líka al­veg óhaett að nota mynstur, jafn­vel þó mað­ur vilji halda sig við ein­fald­an og lát­laus­an kla­eð­a­burð. Hógvaert mynstur sem pass­ar við lita­sam­setn­ingu kla­eðn­að­ar­ins get­ur átt mjög vel við, sér­stak­lega sem milli­lag.

Marg­ar leið­ir til að lag­skipta

Jakk­ar þurfa ekki endi­lega að vera ysta lag­ið. Létt­ir jakk­ar og leð­ur­jakk­ar geta virk­að vel sem milli­lag. Lyk­ill­inn er að velja bara nógu létta flík og para hana við stóra kápu.

Það er líka gott vera í ólík­um lög­um af prjón­uð­um föt­um. Þau líta vel út og vernda mann vel gegn kuld­an­um. Þá er samt gott að blanda sam­an létt­ari og þyngri prjón­uð­um flík­um, eða ólík­um sídd­um og lit­um, til að að­skilja lög­in.

Trefl­ar í yf­ir­staerð eru góð leið til að fá lag­skipt út­lit þó að mað­ur sé ekki í mörg­um lög­um. Því staerri, því betra. Það er haegt að láta þá hanga yf­ir öxl­ina eða háls­inn eða láta þá flaeða nið­ur í kring­um lík­amann. Slík­ir trefl­ar geta líka baett auk­inni dýpt í lag­skipt út­lit.

Sídd­ir skipta máli

Karl­ar aettu að reyna að láta kla­eð­afald hvers nýs lags vera síð­ari en lags­ins á und­an. Þannig aetti fyrsta lag­ið, til daem­is stutterma­bol­ur, að vera styst, en svo aetti peys­an sem kem­ur þar yf­ir að vera með síð­ari kla­eð­afald en bol­ur­inn og naesta lag þar á eft­ir aetti að vera enn­þá síð­ara. Auð­vit­að eru til und­an­tekn­ing­ar við þessa reglu, en al­mennt lít­ur það ekki snyrti­lega út ef innri lög ná nið­ur fyr­ir ytri lög.

MYND­IR/NORDICPHOTOS/GETTY

Jakk­ar geta virk­að vel sem milli­lag, eins og rúss­neska fyr­ir­sa­et­an Ir­ina Liss sýn­ir hér á göt­um New York­borg­ar.

Trefl­ar í yf­ir­staerð eru góð leið til að fá lag­skipt út­lit. Þeir geta hang­ið yf­ir öxl­ina eða háls­inn eða flaett nið­ur í kring­um lík­amann.

Hér sýn­ir fyr­ir­sa­et­an An­astasia Ivanova hvernig haegt er að setja aukna dýpt í ein­lit­an kla­eð­a­burð með því að velja efni með ólíka áferð.

Fyr­ir­sa­et­an Johann­es Hu­ebl sýn­ir hér hvernig það er snyrti­leg­ast að vera í stysta lag­inu innst og auka sídd­ina með hverju lagi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.