Þurrka eða þvo?

Ef það er eitt­hvað sem all­ir þurfa að eiga, þá er það hlý og góð vetr­ar­yf­ir­höfn. Káp­ur, jakk­ar og úlp­ur end­ast bet­ur ef þa­er fá rétta um­hirðu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Gott er að eiga nokkr­ar vetr­ar­yf­ir­hafn­ir til skipt­anna, enda er ís­lensk­ur vet­ur oft lang­ur og kald­ur. Fal­leg ull­ar­kápa, hlý dúnúlpa og þykk­ur jakki eru flík­ur sem koma að miklu gagni yf­ir vetr­ar­tím­ann. Yf­ir­hafn­ir end­ast al­mennt bet­ur ef þa­er fá rétta um­hirðu og þvott. Alltaf er best að lesa vel þvotta­leið­bein­ing­ar á flík­um áð­ur en þeim er skellt í þvotta­vél­ina eða far­ið með þa­er í hreins­un.

Held­ur lit og lög­un

Ull­in góða er nátt­úru­legt efni sem má þvo í frem­ur köldu vatni. Samt sem áð­ur má ekki þvo ull­ar­káp­ur í þvotta­vél held­ur á að setja þa­er í hreins­un. Ásta­eð­an er sú að flest­ar yf­ir­hafn­ir úr ull eru bland­að­ar með öðr­um efn­um og svo get­ur fóðr­ið staekk­að eða minnk­að í þvotti.

Með því að fara með ull­ar­kápu í hreins­un held­ur hún baeði lög­un og lit og verð­ur ekki tusku­leg. Ef að­eins þarf að fríska upp á ull­ar­káp­una er haegt að hengja hana á herða­tré út á snúru í klukku­tíma eða svo. Það má pressa ull­ar­kápu ef hún er krump­uð en þá þarf að gaeta þess að strau­járn­ið sé stillt á lág­an hita. Það sama gild­ir um ull­ar­jakka

og -frakka.

Þurrk­að með tenn­is­bolta

Marg­ir eiga góð­ar dúnúlp­ur eða dún­vesti en hlýrri og létt­ari flík­ur er vart haegt að fá. Mik­ilvaegt er að halda dún­in­um hrein­um, þurr­um og létt­um en með því móti lengj­ast lífdag­ar flík­ur­inn­ar svo um mun­ar. Það er í lagi að setja dúnúlpu í þvotta­vél­ina, þvo við lág­an hita og nota sér­stakt þvotta­efni fyr­ir dún. Það er einnig í lagi að setja dúnúlpu í þurrk­ara við lág­an hita. Gott er að setja 2-3 tenn­is­bolta með í þurrk­ar­ann til að dúnn­inn verði létt­ur í sér.

Raf­magn­að flís

Flís­jakk­ar koma sér vel í svölu veðri en þá er gott að þvo í þvotta­vél og fylgja vel þvotta­leið­bein­ing­um sem fylgja þeim. Best er að hengja flís­fatn­að til þerr­is, úti eða inni. Í lagi er að setja flís­fatn­að í þurrk­ara en þá við laegsta mögu­lega hita.

Það á alls ekki að láta flís­fatn­að þorna til fulln­ustu í þurrk­ara held­ur taka hann út á með­an hann er enn rak­ur og hengja upp. Flís­ið get­ur orð­ið raf­magn­að við að þurrk­ast í þurrk­ara.

Hár hiti óvin­ur­inn

Gervip­els­ar hafa sjald­an ver­ið vinsa­elli en nú en marg­ir eru í vafa um hvernig eigi að hreinsa þá. Best er að lesa vel leið­bein­ing­arn­ar á flík­inni. Pels­inn er, eins og nafn­ið bend­ir til, úr gervi­efna­blöndu og lík­leg­ast þarf að fara með hann í hreins­un. Hár hiti er versti óvin­ur gervip­els­ins og það aetti aldrei að setja slíka flík í þurrk­ara.

Vatns­held­ir úti­vist­ar­jakk­ar standa alltaf fyr­ir sínu, hvort sem er um sum­ar eða vet­ur. Þá má oft­ast þvo í þvotta­vél en það verð­ur að nota sér­stakt þvotta­efni sem faest í úti­vist­ar­versl­un­um. Úti­vist­ar­jakka aetti aldrei að setja í þurrk­ara held­ur hengja á herða­tré til þerr­is.

Gervi­leð­ur­jakk­ar og -káp­ur búa yf­ir þeim góða kosti að vera létt í um­hirðu. Haegt er að þurrka bletti af gervi­leðri með rök­um klút. Oft­ast má henda flík­um úr gervi­leðri í þvotta­vél­ina og þvo við lág­an hita og lág­an snún­ings­hraða. Gervi­leð­ur­flík­ur má alls ekki setja í þurrk­ara, þa­er geta ein­fald­lega bráðn­að.

MYND­IR/NORDIC PHOTOS/GETTY

Vetr­ar­yf­ir­hafn­ir fá lengra líf með réttri um­hirðu.

Frakk­ar fara í hreins­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.