Lit­ríku

Sig­ríð­ur Ásta Árna­dótt­ir, tón­list­ar­kona og rit­stjóri hjá For­laginu, er hrif­in af lit­rík­um, gam­aldags föt­um. Hún spil­ar á harm­ón­íku með hljóm­sveit sinni Mandó­lín á súpu­tón­leik­um á laug­ar­dags­kvöld­ið.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Spá­ir þú mik­ið í tísku? Ekki bein­lín­is. Ég laet yf­ir­leitt ekki sjá mig í tísku­versl­un­um eða tískuflík­um dags­ins. En ég hef vissu­lega gam­an af að raða sam­an fal­leg­um flík­um. Ann­ars hef ég að­eins áhyggj­ur af því hvað ég er að verða löt að hafa mig til með aldr­in­um. Með þessu áfram­haldi end­ar þetta bara í jogg­inggalla.

Hvernig mynd­ir þú lýsa þín­um stíl?

Ég er gjarn­an á ein­hverju lit­ríku rófi mitt á milli Wood­stock og Mad Men.

Hv­ar kaup­ir þú föt­in þín?

Mest í Rauðakross­búð­um og í tveim­ur upp­á­haldsversl­un­um á net­inu sem eru með föt í gam­aldags stíl og föt fram­leidd í sátt við menn og nátt­úru. Stöku sinn­um sauma ég eða prjóna eitt­hvað og svo er ég dá­lít­ið skot­in í versl­un­inni 16a á Skóla­vörðu­stíg.

Eyð­ir þú miklu í föt?

Nei, ég held að mér sé að tak­ast að venja mig af þeim ós­ið að kaupa miklu meira en ég þarf og ég tek helst ekki þátt í hrað­tísk­unni með allri sinni sóun. En það er gott að kaupa not­að fyr­ir fólk eins og mig sem er ekki við eina fjöl­ina fellt í kla­eð­a­burði og vill geta breytt reglu­lega til.

Hver er upp­á­halds­flík­in þín?

Eru upp­á­halds­flík­ur ekki þa­er sem mað­ur ger­ir við þang­að til þa­er detta í sund­ur? Ég á eitt pils frá sjötta ára­tugn­um og eina írska kaðla­prjón­speysu sem eru þannig. Svo maetti nefna dá­sam­legt par af Fridu Ka­hlo sokk­um sem ég keypti í Kali­forn­íu um síð­ustu jól. Uppá­halds­hönn­uð­ur?

Ég á senni­lega ekki slík­an. En hún Gu­drun Sjödén kann að búa til lit­fög­ur mynstur sem gleðja mig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.