Njósn­að um jóla­svein­ana

Þeg­ar níu ára son­ur Bennýj­ar Sifjar Ís­leifs­dótt­ur stillti upp mynda­vél til að njósna um komu jóla­svein­anna setti hann af stað óvaenta at­burða­rás. Úr varð barna­bók sem hún skrif­aði á legu­bekk heima í stofu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Heim­il­ið er stað­ur fyr­ir sam­veru og þar þarf að vera til eitt­hvað í ís­skápn­um svo mað­ur fái gott að borða. Svo spill­ir ekki fyr­ir að eiga góð­an mann sem hef­ur yndi af því að mat­búa sa­elkerakrás­ir of­an í fjöl­skyld­una,“seg­ir Benný Sif þar sem hún laet­ur fara mak­inda­lega um sig á þa­egi­leg­um legu­bekk í stof­unni heima.

Á þeim sama góða legu­bekk skrif­aði hún fyrstu tvaer skáld­sög­urn­ar sem nú fást brak­andi nýj­ar úr prent­smiðj­unni.

„Það er vita­skuld lúxus­líf fyr­ir rit­höf­und að geta lagst út af með skáld­sög­ur í koll­in­um og lát­ið þa­er vakna til lífs­ins útafliggj­andi á hlýrri gaeru og í kósí­heit­um heima. Ein­ver­an verð­ur þó stund­um að­eins of mik­il og því ákvað ég ný­lega að fá mér skrif­stofu í mið­ba­en­um. Þar get ég unn­ið með fleir­um og haft af þeim fé­lags­skap, sem er upp­byggj­andi og naer­andi,“seg­ir Benný.

Dreymdi um stóra fjöl­skyldu

Benný Sif er Esk­firð­ing­ur sem flutti í Kópa­vog­inn fyr­ir tólf ár­um. Hún er með meist­ara­gráðu í þjóð­fra­eði og býr með eig­in­manni sín­um Ósk­ari Garð­ars­syni og börn­um þeirra fimm.

„Mig dreymdi alltaf um að eiga stóra fjöl­skyldu og finnst ynd­is­legt að hafa mína nán­ustu í kring­um mig,“seg­ir Benný sem á ell­efu ára son og fjór­ar daet­ur á aldr­in­um 19 til 25 ára.

„Ég kem sjálf úr sömu sam­setn­ingu á systkina­hópi og veit því hvernig heim­il­is­líf­ið geng­ur fyr­ir sig. Sam­komu­lag­ið í systkina­hópn­um er með besta móti og strák­ur­inn minn er ána­egð­ur að eiga all­ar þess­ar syst­ur. Hann á í skemmti­legu sam­bandi við þa­er all­ar en kvart­aði lengi yf­ir því að eiga ekki yngra systkin. Það verð­ur þó alltaf hlut­skipti eins í fjöl­skyld­unni að vera yngst­ur,“seg­ir Benný og hla­er, enda er hún sjálf yngst sinna systkina.

„Stíll­inn heima er ef­laust svo­lít­ið gam­aldags en hann er hlý­leg­ur. Það sést að hér býr fólk og yf­ir­bragð­ið er ekki of stíliser­að. Ég er mik­ið fyr­ir ljós og lampa en með­vit­að far­in að draga úr kerta­notk­un og velja um­hverf­is­vaen kerti. Hug­ur minn dvel­ur því við um­hverf­is­vernd og ég vil nýta hús­gögn og heim­il­is­muni sem best. Ég kaupi því fátt nýtt og er ekki týp­an sem skipt­ir um jóla­skraut á hverju ári,“seg­ir Benný og bros­ir kát á legu­bekkn­um góða.

„Bekk­ur­inn er orð­inn tíu ára og er einkar nota­leg­ur fyr­ir lest­ur. Hann er svo­lít­ið minn stað­ur og sér­stak­lega eft­ir að ég hófst handa við skrif­in, en mér finnst ég hafa unn­ið í lottó­inu í hvert sinn sem ég sé heim­il­is­fólk­ið sitja í hon­um með bók í hendi.“

Spenn­andi rann­sókn­ar­vinna

Benný Sif seg­ir ör­lög­in hafa aetl­að sér að skrifa baek­ur en að hún hafi ekki kom­ið sér til þess fyrr en nú að tvaer fyrstu baek­urn­ar koma út á sama tíma og í smíð­um er önn­ur skáld­saga og önn­ur barna­bók.

„Hug­mynd­in að barna­bók­inni kvikn­aði fyr­ir tveim­ur ár­um þeg­ar son­ur minn fékk spjald­tölvu sem náms­gagn í skól­an­um. Þeg­ar Stekkj­astaur var vaent­an­leg­ur fyrst­ur til byggða tók dreng­ur­inn upp á því snilld­ar­ráði að reyna að njósna um jóla­svein­ana og stillti spjald­tölv­unni út í glugga til að taka upp mynd­ir af þeim á nótt­unni, og auð­vit­að án þess að segja for­eldr­um sín­um frá því,“seg­ir Benný sem komst nú samt á spor­ið um rann­sókn­ar­vinnu son­ar síns.

„Þetta stúss á strákn­um varð kveikj­an að bók­inni og þar þró­ast mál­in með spenn­andi og leynd­ar­dóms­full­um haetti,“seg­ir Benný og vill ekki ljóstra frek­ar upp um fram­vindu sög­unn­ar.

Jóla­svein­ar í þjóð­sög­un­um

Benný þykja jóla­svein­ar skemmti­leg fyr­ir­baeri og bend­ir á að þeir lifa sterkt í þjóð­sög­un­um okk­ar.

„Við eig­um ótal sög­ur og sagn­ir um ís­lensku jóla­svein­ana og þa­er eru af ein­hverju sprottn­ar. Mér finnst því sjálfsagt að halda þjóð­sagna­arf­in­um á lofti. Krakkar geta líka vel trú­að á al­vöru jóla­sveina um leið og þeir koma auga á gervijóla­sveina á jóla­skemmt­un­um. Sem þjóð­fra­eð­ing­ur legg ég í ákveðn­um skiln­ingi trú á þjóð­sög­urn­ar og hef gam­an af sagna­hefð­inni um jóla­svein­ana.“

Ma­etti sjálfri sér

Benný er ekki far­in að setja upp jóla­ljós þótt rétt rúm­ar sex vik­ur séu til jóla.

„Ég hef hald­ið mig við það að skreyta ekki fyrr en helg­ina sem fer naest 1. des­em­ber eða fyrsta sunnu­dag í að­ventu. Mér finnst að­drag­and­inn að jól­um ynd­is­leg­ur tími og það verð­ur sér­stök til­finn­ing að taka nú þátt í jóla­bóka­flóð­inu í fyrsta sinn,“seg­ir Benný sem auk barna­bók­ar­inn­ar Jóla­svein­a­rann­sókn­in tefl­ir fram skáld­sög­unni Grímu sem hún hlaut nýra­ekt­ar­styrk fyr­ir í vor.

„Gríma seg­ir af ör­lög­um sjó­manns­kvenna í aust­firsku sjáv­ar­þorpi á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um. Þá kem­ur ný­sköp­un­ar­tog­ari til baej­ar­ins og með hon­um eitt­hvað af nýj­um skip­verj­um sem breyt­ir takti baejar­lífs­ins. Þetta er þorps- og ástar­saga um efni sem hef­ur lít­ið ver­ið fjall­að um,“seg­ir Benný sem hlaut sjald­gaeft nafn sitt frá Bene­dikt, eig­in­manni Krist­ín­ar móð­ur­syst­ur sinn­ar.

„Mömmu þótti Krist­ín vera of hvers­dags­legt nafn og lét skíra mig Benný til að gera þeim báð­um hátt und­ir höfði. Við er­um nokkr­ar á land­inu sem heit­um Benný en ég hef aldrei hitt nöfnu mína. Bara séð bíl með þessu einka­núm­eri og fannst ég þá hafa maett sjálfri mér,“seg­ir Benný og skelli­hla­er.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Benný Sif á legu­bekkn­um góða þar sem fyrstu tvaer skáld­sög­urn­ar henn­ar urðu til.

Benný tefl­ir fram tveim­ur nýj­um skáld­sög­um sem eru henn­ar fyrstu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.