Til­boð halda versl­un uppi í krepp­unni

Meira er um út­söl­ur nú fyr­ir jól­in en fyrri ár. Hegð­un neyt­enda hef­ur sömu­leið­is breyst. Neyt­end­ur elta til­boðsvör­ur.

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Jón Aðal­steinn Bergsveinsson skrif­ar

Meira er um af­slátt í versl­un­um nú fyr­ir jól­in en fyrri ár. „Eft­ir að fór að harðna í daln­um hjá okk­ur hef­ur ver­ið meira um til­boð ná­lægt des­em­ber, við jól­in. Það var ekki áð­ur fyrr þeg­ar við höfð­um meira á milli hand­anna,“ seg­ir Emil B. Karls­son, for­stöðu­mað­ur Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar. Hann bæt­ir við að eft­ir­tekt­ar­vert sé hversu lít­ið hafi dreg­ist sam­an í sölu raf­tækja. „Það er eina teg­und versl­ana sem við mæl­um aukn­ingu í,“ bend­ir hann á.

Sam­kvæmt síð­ustu mæl­ingu Hag­stof­unn­ar dróst sala í dag­vöru­versl­un sam­an um 0,8 pró­sent í októ­ber mið­að við sama mán­uð fyr­ir ári. Velta í fata­versl­un dróst sam­an um var 7,6 pró­sent á föstu verð­lagi á milli ára. Velta í raf­tækja­versl­un jókst hins veg­ar um nítj­án pró­sent.

Emil bend­ir á að fólk miði inn­kaup sín í meiri mæli við út­söl­ur en áð­ur og rifjar upp að í októ­ber hafi opn­að ný raf­tækja­versl­un úti á Gr­anda í Reykja­vík. Fólk hafi í mikl­um mæli nýtt sér opn­un­ar­til­boð í til­efni dagsins.

„ Það er meira um til- boð núna en áð­ur,“ seg­ir Svava Johan­sen, for­stjóri NTC, sem rek­ur um tutt­ugu tísku­vöru­versl­an­ir. Hún bæt­ir við að þeg­ar reglu­bundn­um út­söl­um ljúki í sept­em­ber líði lang­ur tími fram að næstu út­sölu­ver­tíð, sem iðu­lega er eft­ir ára­mót­in. Hún bæt­ir við að til­boð á ein­staka vör­um sé jafn­framt al­geng leið til að rýma fyr­ir jóla­send­ing­um. „En af­slætt­irn­ir hafa hækk­að. Þeir sem áð­ur voru tíu pró­sent eru nú komn­ir í tutt­ugu pró­sent,“ seg­ir hún og tek­ur í svip­að­an streng og Emil; opn­un nýrra versl­ana hafi já­kvæð áhrif á neyt­end­ur. NTC opn­aði versl­un í stærra hús­næði und­ir merkj­um Evu við Laug­ar­veg fyr­ir tæpri viku. Svava seg­ir á bil­inu sjö til átta hundruð manns hafa kom­ið á opn­un­ar­degi og jólatraffík ver­ið fram eft­ir helgi. „Við verð­um að hafa meira að gera og því gríp­um við til þessa ráðs og bjóða af­slætti. Fólk hleyp­ur á eft­ir til­boð­um,“ seg­ir Har­ald­ur og bend­ir á að inn­kaup­in hafi að sama skapi breyst. „ Áð­ur fyrr keypti fólk það sem var á til­boði hverju sinni og eitt­hvað með því. Það ger­ist ekki núna. Nú kaup­ir fólk bara vör­una sem er á til­boði,“ seg­ir hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.