Er rétt yf­ir lág­marks­kröfu FME

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

MP banki tap­aði 1.857 millj­ón­um króna á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins. Þetta er rúm­lega fjór­falt verri af­koma en á sama tíma í fyrra þeg­ar bank­inn tap­aði 412 millj­ón­um króna.

Upp­gjör MP banka hef­ur leg­ið um nokk­urt skeið á borði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Ákveð­ið var að birta það í ljósi fregna um að bank­inn upp­fyllti ekki kvað­ir um eig­ið fé.

Í upp­gjör­inu kem­ur fram að tap­ið skýrist af styrk­ingu krón­unn­ar, nið­ur­færslu á lán­um í er­lendri mynt og 750 millj­óna króna sátta­greiðslu við einn af gömlu bönk­un­um.

Reikn­að eig­in­fjár­hlut­fall MP banka nam 9,2 pró­sent­um í lok júní. Á sama tíma í fyrra stóð það í 17,5 pró­sent­um. Eign­fjár­hlut­fall fjár­mála­fyr­ir­tækja má lög­um sam­kvæmt fara lægst í 8,0 pró­sent. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið get­ur hins veg­ar kraf­ist allt að sex­tán pró­senta eig­in­fjár­hlut­falls líkt og það ger­ir í til­viki nýju bank­anna.

FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

GUNN­AR KARL Unn­ið hef­ur ver­ið að því á ár­inu að fá nýtt hluta­fé í MP banka.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.