Allt und­ir við skoð­un á spari­sjóð­un­um

Eign­ir spari­sjóð­anna eru um 4% af fjár­hag fjár­mála­kerf­is­ins en þeir reka þriðj­ung úti­búa. Eðli­legt að úti­bú­in séu hlut­falls­lega fleiri, en þörf er á rekstr­ar­legri end­ur­skipu­lagn­ingu.

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir - Brjánn Jónas­son skrif­ar

Spari­sjóð­irn­ir í land­inu reka um þriðj­ung úti­búa banka­stofn­ana í land­inu þrátt fyr­ir að hlut­deild þeirra í út­lán­um og eign­ar­leigu­samn­ing­um fjár­mála­kerf­is­ins sé að­eins um fjög­ur pró­sent. Fjöldi úti­búa fylg­ir við­skipta­mód­eli spari­sjóð­anna, en einn styrk­leika þeirra hef­ur ver­ið nánd­in við við­skipta­vin­ina, seg­ir Elín Jóns­dótt­ir, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins.

Hún seg­ir eðli­legt að spari­sjóð­irn­ir séu með fleiri úti­bú en aðr­ar fjár­mála­stofn­an­ir, en þrátt fyr­ir sér­stöðu þeirra þurfi að skoða all­ar leið­ir til að hagræða í rekstri spari­sjóða­kerf­is­ins. Þar verði allt að vera und­ir, þar með tal­ið fjöldi úti­búa.

„Það er af­ar mik­il­vægt að láta ekki stað­ar num­ið þeg­ar fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu spari­sjóð­anna er lok­ið. Það verð­ur að halda áfram og klára þá rekstr­ar­legu end­ur­skipu­lagn­ingu sem hlýt­ur að fylgja í kjöl­far­ið,“ seg­ir Elín.

Hún seg­ir það mik­il­vægt í ljósi þess hversu mikl­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á stærð spari­sjóða­kerf­is­ins, og ekki síð­ur þeirra að­stæðna sem fjár­mála­fyr­ir­tæki búi við á Íslandi í dag.

„Við­skipta­mód­el spari­sjóð­anna geng­ur út á að þjónusta al­menna við­skipta­vini. Spari­sjóð­irn­ir hafa byggt til­veru sína á ná­lægð við við­skipta­vin­ina, þeir þekkja við­skipta­vin­ina vel og við­skipta­vin­irn­ir þá. Það er styrk­leiki spari­sjóð­anna,“ seg­ir Elín.

„Auð­vit­að verð­ur að gæta að því að þessi styrk­leiki tap­ist ekki,“ seg­ir Elín. Hún seg­ir að skoð­að­ir verði all­ir mögu­leik­ar til að bæta rekstr­araf­komu spari­sjóð­anna. Hluti af því verði án efa að skoða hvort þörf sé fyr­ir öll þau úti­bú sem spari­sjóð­irn­ir starf­ræki í dag.

Í ræðu á að­al­fundi Sam­bands ís­lenskra spari­sjóða í síð­ustu viku sagði Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri mik­il­vægt að spari­sjóð­irn­ir tak­mörk­uðu starf­semi sína við þá þætti þar sem þeir væru sam­keppn­is­fær­ir, og færu ekki út í áhættu­sama fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi.

Elín seg­ir æski­legt að hlúa að fjöl­breyti­leika í fjár­mála­kerf­inu, og þar séu spari­sjóð­irn­ir mik­il­væg­ir.

„Það er al­veg ljóst að það hafa átt sér stað gríð­ar­leg­ar breyt­ing­ar á stærð spari­sjóða­kerf­is­ins frá ár­inu 2001 til árs­ins í ár. Fyrst varð gríð­ar­leg stækk­un, en síð­an hef­ur kerf­ið minnk­að mik­ið, nið­ur fyr­ir þá stærð sem það var í ár­ið 2001,“ seg­ir Elín.

Banka­sýsla rík­is­ins er eign­ar­halds­fé­lag í eigu rík­is­ins. Fé­lag­ið fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í fjár­mála­stofn­un­um. Banka­sýsl­an hef­ur und­an­far­ið afl­að upp­lýs­inga um stöðu spari­sjóða­kerf­is­ins og mót­að mögu­leg­ar leið­ir sem hægt væri að fara til að end­ur­skipu­leggja rekst­ur.

Banka­sýsl­an fer nú með 81,33 pró­senta hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, 13 pró­senta hlut í Ari­on og 5 pró­senta hlut í Ís­lands­banka. Þá er 49,5 pró­senta hlut­ur í Sp­ari­sjóði Norð­fjarð­ar und­ir stjórn Banka­sýsl­unn­ar.

Elín reikn­ar með að eign­ar­hald á fjór­um spari­sjóð­um til við­bót­ar muni renna inn í Banka­sýsl­una á næstu dög­um. Um er að ræða eign­ar­hluti í Sp­ari­sjóði Bol­ung­ar­vík­ur, Sp­ari­sjóði Svarf­dæla, Sp­ari­sjóði Vest­manna­eyja og Sp­ari­sjóði Þórs­hafn­ar.

Þá seg­ir Elín við­bú­ið að Sp­ari­sjóð­ur Kefla­vík­ur renni inn í Banka­sýsl­una fyr­ir ára­mót, sem og fimm pró­senta hlut­ur rík­is­ins í Byr sp­ari­sjóði.

FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

BYR SP­ARI­SJÓЭUR Lík­legt er að fimm pró­senta hlut­ur rík­is­ins í Byr sp­ari­sjóði renni inn í Banka­sýslu rík­is­ins fyr­ir ára­mót.

ELÍN JÓNS­DÓTT­IR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.