Eina vott­aða dag­blaða­prent­smiðj­an

Ísa­fold­ar­prent­smiðja hef­ur feng­ið um­hverf­is­vott­un Svans­ins. Meiri kröf­ur eru gerð­ar til dag­blaða­prent­smiðja vegna vott­un­ar­inn­ar. Hag­kvæmt seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir - Óli Kristján Ár­manns­son skrif­ar

Ísa­fold­ar­prent­smiðja hef­ur feng­ið vott­un Svans­ins, op­in­bers um­hverf­is­merk­is Norð­ur­land­anna. Prent­smiðj­an er fyrsta dag­blaða­prent­smiðj­an sem fær Svans­vott­un hér á landi. Fréttablaðið er prent­að í Ísafoldarprentsmiðju.

Að sögn Krist­þórs Gunn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra prent­smiðj­unn­ar, hef­ur ver­ið unn­ið að því í nokkra mánuði að fá vott­un­ina. Hún gekk svo í gegn 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, en prent­smiðj­an fékk í gær af­hent við­ur­kenn­ing­ar­skjal til marks um hana.

Vott­un­in gild­ir til mars­loka 2012. Krist­þór seg­ir kom­ið hafa skemmti­lega á óvart hversu prent­smiðj­an var ná­lægt því að upp­fylla kröf­ur Svans­ins þeg­ar byrj­að var að skoða hvaða hluti þyrfti að bæta. „Hjá okk­ur hef­ur papp­ír til dæm­is í mörg ár ver­ið bagg­að­ur og send­ur í end­ur­vinnslu. Síð­an var notk­un efna sem ekki voru um­hverf­i­s­væn í al­gjöru lág­marki,“ seg­ir hann.

Krist­þór seg­ir líka að um­hverfis­vit­und þurfi ekki endi­lega að kalla á meiri kostn­að í rekstr­in­um. „Hluti af þessu ferli er að lág­marka um­hverf­isáhrif rekstr­ar­ins,“ seg­ir hann og bend­ir á að þar sé einnig horft til þátta eins og betri nýt­ing­ar hrá­efn­is og orku. „Til dæm­is er reynt að lág­marka af­skurð. Ár­ang­ur­inn kem­ur fram í hag­kvæm­ari rekstri, þannig að það get­ur al­veg ver­ið samasem­merki á milli hag­kvæmni og um­hverfis­vit­und­ar.“

Mis­mikl­ar kröf­ur eru gerð­ar til fyr­ir­tækja eft­ir eðli starf­semi þeirra áð­ur en að vott­un kem­ur. Krist­þór seg­ir að þar á bæ hafi menn haft af því viss­ar áhyggj­ur þeg­ar af stað var far­ið, því í prent­geira eru mest­ar kröf­ur gerð­ar til dag­blaða­prent­un­ar. Þær prent­smiðj­ur þurfi að fá yf­ir 85 punkta í um­hverf­isút­tekt á með­an hefð­bund­in arka­prent­smiðja þurfi að­eins 55. „En Ísa­fold skor­aði 92 stig í um­sókn­inni,“ seg­ir hann. Prent­smiðj­an er með bland­aða prent­un. Auk dag­blaða­prent­un­ar­inn­ar sinn­ir hún arka­prent­un, „heatset“ og sta­f­rænni prent­un. „Og vott­un­in nær yf­ir all­ar þess­ar teg­und­ir prent­un­ar.“

Í þeim fram­leiðslu­að­ferð­um sem tekn­ar hafa ver­ið upp hjá Ísa­fold­sprent­smiðju er horft til þess að lág­marka notk­un papp­írs, prentlita, hreinsi­efna, raf­magns, gass og spilli­efna. Þá er horft til þess að velja ætíð um­hverf­i­s­vænsta hrá­efn­ið, sé þess nokk­ur kost­ur, og fylgja ströngustu kröf­um við förg­un spilli­efna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar og Face­book-síðu Svans­merk­is­ins eru nú yf­ir tíu ís­lensk fyr­ir­tæki með Svans­vott­un. Auk Ísa­fold­ar eru þrjár aðr­ar prent­smiðj­ur með slíka vott­un.

Á vef Svans­merk­is­ins seg­ir að neyt­end­ur eigi að geta ver­ið viss­ir um að inn­kaup þeirra séu betri fyr­ir um­hverf­ið og heils­una þeg­ar vald­ar séu vör­ur með merki svans­ins. „Sv­an­ur­inn set­ur strang­ar kröf­ur um heild­ar­lífs­fer­il vöru og þjón­ustu, svo sem inni­hald og notk­un hættu­legra efna, orku-og hrá­efn­is­notk­un og með­höndl­un úr­gangs,“ seg­ir þar.

MARK­AЭUR­INN/ANTON

Í PRENTSALNUM Krist­þór Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri og Kjart­an Kjart­ans­son prent­smiðju­stjóri eru að von­um hæst­ánægð­ir með nýtil­komna Svans­vott­un Ísafoldarprentsmiðju.

FRÉTTABLAÐIÐ PRENT­AÐ Meiri kröf­ur eru gerð­ar til dag­blaða­prent­un­ar en annarr­ar þeg­ar kem­ur að um­hverf­is­vott­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.