Fjór­tán um­sókn­ir um hæfi á borði FME

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið (FME) er með fjór­tán um­sókn­ir til með­ferð­ar um leyfi til að fara með virk­an eign­ar­hlut í fjár­mála-og vá­trygg­ing­ar­fyr­ir­tækj­um. Það sem af er ári hafa nítj­án um­sókn­ir ver­ið af­greidd­ar, sam­kvæmt svari FME við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins um fjölda um­sókna og úr­vinnslu þeirra.

Í hæf is­um­sókn er með­al ann­ars skoð­að­ur fjár­hags­leg­ur styrk­ur við­kom­andi og orð­spor hans.

Heið­ar Már Guð­jóns­son fjár­fest­ir og hóp­ur sem hann fór fyr­ir í sölu­ferli Sjóvár lagði fram um­sókn um hæfi hjá FME í ág­úst. Þeg­ar hóp­ur­inn til­kynnti fyr­ir viku að hann hefði hætt við kaup­in var um­sókn­in enn í vinnslu.

Fréttablaðið ræddi í kjöl­far­ið við nokkra ein­stak­linga sem hafa lagt fram hæfis­um­sókn til FME. Pirr­ings gætti í þeirra röð­um yf­ir hæga­gangi á um­sókn­ar­ferl­inu.

Í svari FME kem­ur fram að vinnsla taki mis­lang­an tíma. Markist hrað­inn með­al ann­ars af skil­um um­sækj­enda á full­nægj­andi upp­lýs­ing­um. Vanti á þær í upp­hafi geti ferl­ið ver­ið nokk­uð langt og flók­ið. Þá get­ur ferl­ið lengst ef um­sókn um virk­an eign­ar­hlut er af­greidd sam­hliða um­sókn um starfs­leyfi, sam­kvæmt svari FME.

GUNN­AR AND­ER­SEN, FOR­STJÓRI FME

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.