Hun­ter skoð­ar til­boð

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Skoski auð­kýf­ing­ur­inn Sir Tom Hun­ter er sagð­ur íhuga til­boð í bresku skókeðj­una Office upp á 150 millj­ón­ir punda, jafn­virði um átján millj­arða króna. Hun­ter keypti versl­un­ina fyr­ir sjö ár­um fyr­ir sex­tán millj­ón­ir punda.

Sir Tom Hun­ter var við­skipta­fé­lagi Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar og keypti með­al ann­ars hlut í bresku versl­un­inni Hou­se of Fraser með Baugi í gegn­um fjár­fest­ing­ar­fé­lag sitt West Co­ast Capital ár­ið 2006. Á með­al helstu hlut­hafa með Hun­ter þar er skila­nefnd Lands­bank­ans, sem á nú um þrjá­tíu pró­senta hlut sem Baug­ur átti áð­ur.

Í skoska dag­blað­inu The Scotsm­an kem­ur fram að West Co­ast Capital hafi geng­ið ágæt­lega þrátt fyr­ir efna­hags­þreng­ing­ar. Fé­lag­ið hagn­að­ist um 6,9 millj­ón­ir punda í fyrra eft­ir rúm­lega 66 millj­óna tap ár­ið á und­an. Hun­ter, sem ákvað fyr­ir meira en ára­tug að gefa einn millj­arð punda til góð­gerð­ar­mála yf­ir æv­ina, varð af þeim sök­um að gefa helm­ingi minna til góð­gerða­mála í fyrra, eða 5,9 millj­ón­ir punda.

SIR TOM HUN­TER Hef­ur feng­ið til­boð í skókeðju sína upp á sem svar­ar átján millj­örð­um króna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.