Í láns­hæf­is­mat­inu er fal­inn vandi lands­ins til lengri tíma

Fyr­ir­tæki sem meta láns­hæfi ríkja og annarra út­gef­inna skulda­bréfa hafa sætt mik­illi gagn­rýni í fjár­málakreppu þeirri sem geng­ur yf­ir heim­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur þó ekki fund­ist ann­að fyr­ir­komu­lag. Óli Kristján Ár­manns­son fór yf­ir sögu láns­hæf­is­mats­fy

Fréttablaðið - Markadurinn - - Úttekt -

Ísíð­ustu viku hóf­ust á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins við­ræð­ur um að nýtt yf­ir­þjóð­legt fjár­mála­eft­ir­lit sem vaka á yf­ir verð­bréfa­við­skipt­um og mörk­uð­um hafi einnig eft­ir­lit með láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­um. End­ur­skoð­un á starf­semi þeirra var einnig til um­ræðu á fundi 20 helstu iðn­ríkja (G20) sem ný­ver­ið fór fram í Seúl í S-Kór­eu. Að við­ræð­un­um í Evr­ópu koma full­trú­ar Evr­ópu­þings­ins, en það þrýst­ir á um auk­in völd handa eft­ir­lits­stofn­un­inni, ful ltrú­ar rík­is­stjórna Evr­ópu­sam­bands­landa og fram­kvæmda­stjórn­ar ESB.

„ Láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæk­in hafa nátt­úr­lega ekki stað­ið sig vel,“ seg­ir Yngvi Örn Krist­ins­son hag­fræð­ing­ur. „Og al­veg sér­stak­lega illa gagn­vart Íslandi.“ Yngvi seg­ir að mik­ið hafi ver­ið um það rætt á al­þjóða­vísu, eft­ir fjár­málakrepp­una sem hófst síðla árs 2007, að end­ur­skoða þyrfti starf­semi þess­ara fyr­ir­tækja. „Fyr­ir­tæk­in hafa tekj­ur sín­ar frá út­gef­end­um verð­bréfa, en eru raun­veru­lega að veita kaup­end­um þeirra þjón­ustu. Og mönn­um finnst vera hags­muna­árekst­ur í þessu tekjumód­eli,“ bend­ir Yngvi á. Þannig mætti ætla að fyr­ir­tæk­in fái meiri við­skipti og fái að meta fleiri flokka verð­bréfa eft­ir því sem mat þeirra er betra. „En í raun eiga þau að leggja mat á það fyr­ir kaup­end­urna hversu mikl­ar lík­ur eru á að þessi bréf lendi í van­skil­um.“

VINNU­BRÖGЭIN RÝRA GILDIÐ

Um­ræð­una um end­ur­skoð­un fyr­ir­komu­lags

láns­hæf- ismats seg­ir Yngvi hafa kom­ið upp áð­ur, fyr­ir ára­tug eða svo. „En þá kom ekk­ert út úr því og mað­ur veit svo sem ekki hvort það verð­ur eitt­hvað frek­ar núna.“ Yngvi seg­ir að þrátt fyr­ir gríð­ar­leg­ar hamfarir í fjár­mála­lífi heims­ins og skakka­föll rík­is­sjóða virð­ist ekki sem menn ætli að draga mik­inn lær­dóm af ham­förun­um. „Það held­ur bara allt sínu striki.“

Láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæk­in hafa með­al ann­ars ver­ið sök­uð um og jafn­vel upp­vís að óvönd­uð­um vinnu­brögð­um. Þannig bend­ir Yngvi á að í Banda­ríkj­un­um bendi op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar til óheið­ar­legra vinnu­bragða við verð­mat á skulda­bréfa­vafn­ing­um þar sem lit­ið hafi ver­ið fram hjá und­ir­liggj­andi áhættu. „Svo eru þau al­mennt gagn­rýnd fyr­ir að bregð­ast seint við að­steðj­andi vanda, jafn­vel þó svo að þau þyk­ist vera for­sjá og eigi að meta fram­tíð­ar­lík­ur á greiðslu­falli. Oft eru þau að leið­rétta og breyta láns­hæf­is­mati eft­ir að allt er kom­ið í óefni, eins og raun­in var hér á landi,“ seg­ir Yngvi og tel­ur að slík vinnu­brögð hljóti að rýra gildi vinnu þeirra fyr­ir þá fjár­festa sem reiða sig á hana. „Það er ekk­ert sér­stak­lega merki­legt í þess­um bransa að vera vit­ur eft­ir á.“

Þrátt fyr­ir gagn­rýn­ina hef­ur ekki dreg­ið úr því vægi sem láns­hæf­is­mat þess­ara fyr­ir­tækja hef­ur. „Í öllu falli hef­ur ekk­ert kom­ið í stað­inn. Menn eru enn­þá að kaupa þessi möt og með­al ann­ars hér á Íslandi. Íbúðalána­sjóð­ur og rík­ið telja sér ekki fært að segja upp þess­ari þjón­ustu þó hún kosti tug­millj­ón­ir á ári. Og það sama er uppi á ten­ingn­um ann­ars stað­ar í heim­in­um.“

STÖÐVA ÞARF SKULDA­SÖFN­UN RÍK­IS­INS

Um leið bend­ir Yngvi á að ef til vill sé ekki al­veg ein­falt að stokka upp kerf­ið vegna þess hve góða fót­festu það hef­ur. Þannig geri marg­ir stærri fjár­fest­ar, svo sem líf­eyr­is­sjóð­ir og hálfop­in­ber­ir fjár­fest­ar, kröfu um það í fjár­fest­ing­ar­regl­um sín­um að fyr­ir liggi láns­hæf­is­mat áð­ur en skulda­bréf eru keypt. „Það er mjög erfitt fyr­ir líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið í heim­in­um að kasta þessu fyr­ir róða án þess að eitt­hvað ann­að komi í stað­inn.“

Yngvi seg­ir að af fjár­mála­kerf­is­hrun­inu, sem upp­runa sinn átti í und­ir­máls­lánakrís­unni í Banda­ríkj­un­um, megi aug­ljós­lega læra að eitt­hvað mik­ið sé að að­ferða­fræði láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­anna. „ Þau skynj­uðu ekki áhætt­una af skulda­bréfa­vafn­ing­un­um og hversu samof­in hún var stóru banda­rísku fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um. Þó var þarna um að ræða lán­veit­ing­ar sem all­ir sjá núna að voru al­gjör­lega galn­ar.“

Lyk­il­at­riði í því að láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins hækki seg­ir Yngvi Örn vera að skulda­söfn­un þess að stöðvist. „En hún held­ur nátt­úr­lega áfram á þessu ári og næsta ári líka, þrátt fyr­ir að­halds­að­gerð­ir. Það er halli á rík­is­rekstr­in­um og það þýð­ir að bæt­ist í skuld­irn­ar.“ Yngvi seg­ir öll kurl þurfa að koma til graf­ar varð­andi kostn­að rík­is­ins af hrun­inu og ljóst að það verði ekki fyr­ir frek­ari áföll­um. „ Rík­ið ber ein­hvern 350 millj­arða

MARK­AЭUR­INN/ANTON

FROST Í REYKJA­VÍK Slak­ar láns­hæfis­ein­kunn­ir rík­is­ins gera það að verk­um að upp­bygg­ing verð­ur dýr og stór­verk­efni lík þeim sem hér hef­ur áð­ur ver­ið ráð­ist í óarð­bær. Þá er þrengra um láns­fé og er­lend­ir láns­fjár­mark­að­ir að stór­um hluta lok­að­ir ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um.

YNGVI ÖRN KRIST­INS­SON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.