Ein­kunn­irn­ar aldrei ver­ið lægri

Fréttablaðið - Markadurinn - - Úttekt -

Lengst af hafa þrjú mats­fyr­ir­tæki met­ið láns­hæfi rík­is­sjóðs Ís­lands, en það eru fyr­ir­tæk­in Moo­dy’s In­vestors Service, Fitch Rat­ings og Stand­ard & Poor’s.

Sam­skipti mats­fyr­ir­tækj­anna og rík­is­sjóðs hóf­ust ár­ið 1986 þeg­ar Stand­ard & Poor’s ákvað að raða nokkr­um fjölda landa, sem þá höfðu ekki form­lega ein­kunn, í flokka sem gáfu til kynna láns­hæfi þeirra. „Ís­land lenti í næ­stefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá tal­in hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af op­in­ber­um er­lend­um lang­tíma­lán­um,“ seg­ir í um­fjöll­un á vef Seðla­banka Ís­lands.

Ár­ið 1988 gerði Stand­ard & Poor‘s svo breyt­ingu á þessu óum­beðna mati og hóf að veita hefð­bundna bók­staf­s­ein­kunn. „Í þeim til­vik­um sem fyr­ir­tæk­ið mat láns­hæfi land­anna að eig­in frum­kvæði, en ekki að frum­kvæði land­anna sjálfra, var ein­kunn­in auð­kennd með bók­stafn­um „i“. Um miðj­an mars ár­ið 1989 til­kynnti fyr­ir­tæk­ið, að það gæfi rík­is­sjóði Ís­lands lang­tíma­ein­kunn­ina „Ai“ og skamm­tíma­ein­kunn­ina „A-1“. Moo­dy’s fylgdi svo í kjöl­far­ið ár­ið 1989 og veitti rík­is­sjóði óum­beðna ein­kunn A2 en sú ein­kunn var hins veg­ar ekki auð­kennd sér­stak­lega eins og hjá S&P.“

Fram kem­ur á vef Seðla­bank­ans að form­leg láns­hæfis­saga rík­is­sjóðs hafi haf­ist þeg­ar ís­lenska rík­ið ósk­aði eft­ir ein­kunn fyr­ir skamm­tíma­skuld­bind­ing­ar fyr­ir víxla rík­is­sjóðs, sem gefn­ir voru út í London, frá S& P ár­ið 1989 og síð­ar frá Moo­dy’s ár­ið 1990. „Í tengsl­um við und­ir­bún­ing rík­is­sjóðs á fyrstu op­in­beru út­gáfu skulda­bréfa á Banda­ríkja­mark­aði ár­ið 1994 voru Moo­dy’s og S&P form­lega beð­in um að meta láns­hæfi rík­is­sjóðs Ís­lands fyr­ir lang­tíma­skuld­bind­ing­ar. Í kjöl­far­ið veitti S& P ein­kunn­ina A fyr­ir lang­tíma­skuld­bind­ing­ar í janú­ar 1994 og í sama mánuði til­kynnti Moo­dy’s að ein­kunn­in yrði A2. Þar með stað­festu mats­fyr­ir­tæk­in fyrri óform­leg­ar ein­kunn­ir rík­is­sjóðs.“

Í fe­brú­ar 2000 bætt­ist svo mats­fyr­ir­tæk­ið Fitch í hóp­inn og veitti rík­is­sjóði ein­kunn­ina AA-fyr­ir er­lend­ar lang­tíma­skuld­bind­ing­ar og F1+ fyr­ir skamm­tíma­skuld­bind­ing­ar í inn­lendri mynt. „Einn mik­il­væg­asti áfang­inn í bættu láns­hæf­is­mati Rík­is­sjóðs Ís­lands náð­ist í októ­ber 2002 þeg­ar Moo­dy’s hækk­aði mat­ið á lang­tíma­skuld­bind­ing­um í er­lendri mynt í Aaa, sem er jafn­framt hæsta mögu­lega ein­kunn sem Moo­dy’s veit­ir. Þessi hækk­un átti sér með­al ann­ars stað í tengsl­um við breytta að­ferða­fræði fyr­ir­tæk­is­ins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslu­getu í er­lendri og inn­lendri mynt. Stuttu eft­ir þetta stað­festi S&P A+ ein­kunn rík­is­sjóðs en breytti horf­un­um úr nei­kvæð­um í stöð­ug­ar í nóv­em­ber 2002. Rík­is­sjóð­ur Ís­lands hélt hæstu ein­kunn Moo­dy’s þar til í maí 2008, þeg­ar láns­hæfis­ein­kunn­in var lækk­uð í Aa1.“

Í kjöl­far hruns bank­anna í októ­ber 2008 lækk­aði láns­hæf­is­mat rík­is­sjóðs tals­vert og hafa láns­hæfis­ein­kunn­irn­ar, að sögn Seðla­bank­ans, ekki ver­ið lægri síð­an mats­fyr­ir­tæk­in hófu að meta rík­is­sjóð.

MARKADURINN/ARNÞÓR

SEÐLA­BANKI ÍS­LANDS víxla rík­is­sjóðs.

Form­leg láns­hæfis­saga rík­is­sjóðs hófst ár­ið 1989 þeg­ar rík­ið ósk­aði eft­ir ein­kunn á

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.