Jóla­gjaf­ir með hag­tölugler­aug­um

Lopa­peysa er jóla­gjöf árs­ins, að mati Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar. Gjaf­irn­ar hafa far­ið úr því að vera rán­dýr GPS-tæki í já­kvæða upp­lif­un.

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Jóla­gjafa­hug­mynd­ir Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar á Bifröst hafa í gegn­um tíð­ina elt hagsveifl­ur. Jóla­gjöf­in í ár er ís­lensk lopa­peysa, sem er í takt við hrun efna­hags­lífs­ins, fall bank­anna, hrun krón­unn­ar og sam­drátt kaup­mátt­ar, en allt þetta hef­ur vald­ið því að neyt­end­ur leita síð­ur út fyr­ir land­stein­ana eft­ir gjöf­um.

Rann­sókn­ar­setr­ið geng­ur út frá ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um við val sitt á jóla­gjöf­um árs­ins. Jól­in 2005 var lófa­spil­ari tal­inn lík­leg­ur til að leyn­ast í gjöf­um ein­hverra. Geng­ið var út frá því að því að var­an væri nýj­ung í ein­um eða öðr­um skiln­ingi, full­trúi tíð­ar­and­ans og stæði und­ir mik­illi veltu, það er ann­að­hvort með met­sölu­tækj­um árs­ins eða mjög verð­mæt. Þekkt­asti lófa­spil­ar­inn er vafa­lít­ið iPod-spil­ar­inn frá Apple, sem hef­ur tek­ið stór­stíg­um breyt­ing­um síð­ast­lið­in fimm ár.

Val­ið end­ur­spegl­aði tíð­ar­and­ann það ár­ið: Hag­vöxt­ur mæld­ist 5,5 pró­sent, dreg­ið hafði úr at­vinnu­leysi og var þá 2,5 pró­sent sam­an­bor­ið við 3,1 pró­sent ár­ið á und­an. Þá stóð gengisvísitala krón­unn­ar í rétt rúm­um 106 stig­um á Þor­láks­messu. Til sam­an­burð­ar kostaði einn Banda­ríkja­dal­ur þá 69,7 krón­ur og ein evra 63,6 krón­ur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krón­ur út úr búð, sem var þrjú hundruð krón­um meira en bú­ist var við að hvert manns­barn myndi eyða vegna jóla­halds­ins.

Gjaf­irn­ar stækk­uðu og urðu dýr­ari í takt við upp­sveiflu hag­kerf­is­ins. Hápunkt­in­um var náð um jól­in 2007 þeg­ar gjöf árs­ins var stað­setn­ing­ar­tæki. Slíkt tæki kostaði þá kring­um þrjá­tíu þús­und krón­ur, en gat ver­ið langt­um dýr­ara. Allt fór það eft­ir stærð, gerð og þeim mögu­leik­um sem tæk­in buðu upp á.

GPS-tæk­ið í jólapökk­um lands­manna kom hins veg­ar ekki í veg fyr­ir að hag­kerf­ið end­aði úti í móa. Eft­ir fall krón­unn­ar hafa jóla­gjaf­irn­ar ein­kennst öðru frem­ur af inn­lend­um varn­ingi, ís­lenskri hönn­un og já­kvæðri upp­lif­un. Ósagt skal lát­ið hvort um ódýr­ari jóla­gjaf­ir er að ræða en leynst hafa í pökk­um lands­manna í gegn­um tíð­ina. Mögu­leik­arn­ir eru hins veg­ar mun fleiri en áð­ur.

Þetta ár­ið get­ur jóla­gjöf­in hlaup­ið frá þrjú þús­und krón­um til allt að 25 þús­unda. Lopi og ann­að sem þarf til í lopa­peysu­gerð­ina get­ur kostað í kring­um þrjú þús­und krón­ur og er þá vinn­an ótal­in. Hefð­bundn­ar til­bún­ar lopa­peys­ur úr búð kosta allt frá þrett­án þús­und krón­um upp í tutt­ugu og fimm þús­und krón­ur fyr­ir þær sem telj­ast til tísku­vara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.