As­ísk­ir fjár­fest­ar kaupi evr­ópska list

Upp­boðs­hald­ar­ar vinna að því að heilla millj­arða­mær­inga í Kína. Hong Kong er heit­asti mark­að­ur­inn.

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Upp­boðs­mark­að­ur með lista­verk í Hong Kong er orð­inn sá þriðji um­fangs­mesti á eft­ir New York og London, sam­kvæmt er­lend­um fjöl­miðl­um. Sot­heby‘s hef­ur upp á síðkast­ið sýnt verk eft­ir Picasso, Reno­ir, Chagall, Degas og Mo­net sem bjóða á upp á næst­unni. Von­ast er til að verk­in fari á allt frá tveim­ur til 25 millj­óna dala, allt upp í tæpa þrjá millj­arða króna.

Takashi Seki, for­seti EstOu­est Aucti­ons í Jap­an, seg­ir í sam­tali við kín­verska dag­blað­ið Morn­ing Post til­gang upp­boð­anna að kynna evr­ópsk­an list- heim fyr­ir kín­versk­um fjár­fest­um, sem hafi fjölg­að á sama tíma og krepp­an brenndi gat í budd­ur margra í hinum vest­ræna heimi. Kín­versk­ir fjár­fest­ar hafa fram til þessa einkum keypt list­muni frá öðr­um Asíu­ríkj­um, svo sem skart­gripi, úr, vín og kera­mik­muni. Fjár­fest­arn­ir hafa heim­sótt upp­boðs­hús­in og keypt verk í hér­aði.

Bloom­berg-frétta­veit­an hafði í síð­ustu viku eft­ir sér­fræð­ing­um hjá upp­boðs­hús­um Christie‘s og Sot­heby‘s að áhug­inn í austri hefði kom­ið á skemmti­lega óvart.

MARK­AЭUR­INN/AFP

ÁSTKONAN Mál­verk Picasso af Marie-Thér­è­se Walter heimi.

frá 1937 er dýr­asti list­mun­ur í

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.