PICASSO Á HEIMS­INS DÝR­ASTA VERK

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Verk­ið Nak­in kona, græn lauf og brjóst­mynd (fr. Nu au Pla­teau de Sculp­te­ur) sem spænski mál­ar­inn Pa­blo Picasso mál­aði af ást­konu sinni Marie-Thér­è­se Walter ár­ið 1932 seld­ist fyr­ir met­fé hjá Christie’s í New York í maí. Það fór á 106,5 millj­ón­ir dala, jafn­virði um 12,5 millj­arða króna. Bloom­berg-frétta­veit­an hef­ur eft­ir Ken Yeh, fram­kvæmda­stjóra Christie’s í As­íu, að eldri verk meist­ar­ans muni vafa­lít­ið heilla kín­verska fjár­festa.

„Lista­fer­ill Picasso skipt­ist í mörg tíma­bil en flest­ir eru þó sam­mála um að bestu verk hans hafi hann gert á milli 1901 og 1940,“ seg­ir Stefán Dag­ur Mayen Briem, sér­fræð­ing­ur hjá Lista­safni Ís­lands. Hann bend­ir á að Nak­in kona, græn lauf og brjóst­mynd sé merki­legt fyr­ir þær sak­ir að þar hafi lista­mað­ur­inn far­ið frá kúb­isma yf­ir í súr­real­isma. Í verk­inu megi sjá áhrif beggja stefna. Þekkt­asta verk Picasso er mál­verk­ið Gu­ernica frá 1937. Það hang­ir uppi á vegg lista­safns­ins Mu­seo Reina Sofia í Ma­dríd á Spáni ásamt verk­um landa hans, Sal­vador Dalí.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.