Leið­andi í net­mark­aðs­mál­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Ís­lenska net­mark­aðs­fyr­ir­tæk­ið Nordic Emar­ket­ing hef­ur skap­að sér nafn víða um heim und­an­far­in ár þar sem það hef­ur ver­ið leið­andi í mark­aðs­setn­ingu á vefn­um.

Kristján Már Hauks­son, eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, hef­ur stað­ið lengi í þess­um bransa, eða frá ár­inu 1997, en seg­ir í sam­tali við Mark­að­inn að nán­ast óend­an­leg­ir mögu­leik­ar séu fyr­ir hendi.

Nordic Emar­ket­ing sér­hæf­ir sig í að hjálpa fyr­ir­tækj­um um all­an heim að koma sín­um boð­skap áleið­is til neyt­enda með mark­viss­um hætti, þar á með­al með leit­ar­véla­best­un, þ.e. því að verða sem sýni­leg­ust á leit­ar­vél­um.

„Það sem við sér­hæf­um okk­ur í er að hjálpa fólki við að marka sér heild­stæða stefnu í mark­aðs­setn­ingu yf­ir net­ið og leit­ar­véla­best­un er bara hluti af því. Fyr­ir ut­an leit­ar­vél­ar ein­beit­um við okk­ur að fé­lags­miðl­un­um, borða­aug­lýs­ing­um, um­fjöll­un­um á fag­blogg­um og þar fram eft­ir göt­un­um.“

Fyr­ir­tæk­ið hef­ur að und­an­förnu starf­að með nokkr­um af stærstu vörumerkj­um heims, svo sem Puma, Siem­ens og Tesco-versl­un­ar­ris­an­um, og Kristján seg­ir smæð Ís­lands og áherslu á er­lend sam­skipti hjálpa mik­ið í þess­um efn­um.

„Okk­ar stærsti kúnna­hóp­ur er ekk­ert endi­lega fólk sem tal­ar ensku, held­ur eru er­um við með sér­þekk­ingu á margtyngd­um mörk­uð­um, ann­að en bresk­ir að­il­ar, til dæm­is, sem hafa bara ver­ið að horfa inn á við. Þeg­ar þar­lend­ir að­il­ar ætla svo að snúa sér að er­lend­um mörk­uð­um eru mark­aðs­fyr­ir­tæk­in í þeirra landi ekki eins fær og þess vegna koma við­skipta­vin­ir til okk­ar og við er­um að ná gríð­ar­lega góð­um ár­angri.“

Ekki er hörg­ull á tæki­fær­um í mark­aðs­mál­um á net­inu og Nordic Emar­ket­ing hef­ur nóg að gera í spenn­andi bransa.

MARK­AЭUR­INN/ANTON

KRISTJÁN MÁR HAUKS­SON

Eig­andi Nordic Emar­ket­ing.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.