Vöru­skipti hag­stæð um 100 millj­arða

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Vör­ur voru flutt­ar út fyr­ir 462,7 millj­arða króna fyrstu tíu mánuði þessa árs en flutt var inn fyr­ir 364,2 millj­arða króna. Af­gang­ur var því á vöru­skipt­un­um við út­lönd sem nam 98,5 millj­örð­um en á sama tíma ár­ið áð­ur voru þau hag­stæð um 74,0 millj­arða á sama gengi. Vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn var því 24,5 millj­örð­um króna hag­stæð­ari en á sama tíma ár­ið áð­ur.

Þetta kem­ur fram á vef­síðu Hag­stof­unn­ar. Þar seg­ir að í októ­ber hafi ver­ið flutt­ar út vör­ur fyr­ir 47 millj­arða króna og inn fyr­ir 36,9 millj­arða króna. Vöru­skipt­in í októ­ber voru því hag­stæð um 10,1 millj­arð króna. Í októ­ber 2009 voru vöru­skipt­in hag­stæð um tæpa 10,5 millj­arða króna á sama gengi¹.

Sjáv­ar­af­urð­ir voru 39,7 pró­sent alls út­flutn­ings og var verð­mæti þeirra 7,7 pró­sent­um meira en á sama tíma ár­ið áð­ur. Út­flutt­ar iðn­að­ar­vör­ur voru 55,4 pró­sent alls út­flutn­ings og var verð­mæti þeirra 34,2 pró­sent­um meira en á sama tíma ár­ið áð­ur.

SJÁV­AR­AF­URЭIR Nema rétt tæp­um fjöru­tíu pró­sent­um alls út­flutn­ings það sem af er ár­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.