Afla­verð­mæti eykst

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Afla­verð­mæti ís­lenskra skipa nam tæp­um 91 millj­arði króna á fyrstu átta mán­uð­um árs­ins 2010 sam­an­bor­ið við tæpa 77 millj­arða á sama tíma­bili 2009. Afla­verð­mæti hef­ur því auk­ist um 14 millj­arða eða 18,2 pró­sent á milli ára. Þetta kem­ur fram á vef­síðu Hag­stof­unn­ar.

Verð­mæti afla sem seld­ur er í beinni sölu út­gerða til vinnslu inn­an­lands nam 36 millj­örð­um króna og jókst um 23 pró­sent frá ár­inu 2009. Afla­verð­mæti sjó­fryst­ing­ar var tæp­ir 33,3 millj­arð­ar, sem er 26,7 pró­senta aukn­ing milli ára. Verð­mæti afla sem keypt­ur er á mark­aði til vinnslu inn­an­lands jókst um 39,6 pró­sent milli ára og var um 13,4 millj­arð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.