Vold­ug­ur á alla kanta

Fréttablaðið - Markadurinn - - Utan Dagskrár -

Óli Kristján Ár­manns­son bl­aða­mað­ur tek­ur til kostanna not­aða bíla og met­ur hvort þeir fái stað­ið und­ir því að kall­ast for­stjóra­bíl­ar.

Fyrst þeg­ar tek­ið er af stað á Ford Exped­iti­on Lim­ited jepp­an­um er til­finn­ing­in svo­lít­ið eins og mað­ur hafi stig­ið upp í vöru­bíl. Stærð­in á bíln­um venst þó ótrú­lega fljótt og er hann raun­ar furðulip­ur mið­að við um­fang.

Bill­inn er all­ur hinn þægi­leg­asti í um­gengni og í raun drauma­bíll, ut­an það eitt að hann eyð­ir al­veg óhemj­u­magni af bens­íni. Hafi mað­ur nægi­lega djúpa vasa til að standa und­ir eyðsl­unni er mað­ur hins veg­ar í góð­um mál­um.

Bíll­inn er hlað­inn auka­bún­aði, sóllúga er raf­drif­in, raf­drif­in opn­un á aft­ur­hlera, raf­magn í öft­ustu sætaröð­inni, raf­magn í sæt­astill­ing­um fram í, vel hann­að að­gerð­a­stýri svo eng­in hætta er á að mað­ur reki sig í hnappa og skipti um út­varps­stöð við akst­ur­inn, leð­ur í sæt­um og þar fram eft­ir göt­un­um. Þá er til hæg­inda að í sól­skyggni öku­manns­meg­in eru hnapp­ar sem for­rita má með fjar­stýr­ing­um bíl­skúrs-og hliða­opn­ara og því er óþarfi að þvæl­ast með slíka gripi í bíln­um.

Bíll­inn er átta manna og rúm­góð­ur mjög. Svo er líka hægt að leggja nið­ur sæti þannig að jafn­hátt hleðslupláss verð­ur til inn eft­ir öll­um bíl. Í hon­um er ljós leð­ur­inn­rétt­ing og viðaráferð á mæla­borði og stýri.

Tólf ára dótt­ir und­ir­rit­aðs var reynd­ar svo hrif­in af pláss­inu í bíln­um að hún pant­aði þeg­ar svona eintak, um leið og fjöl­skyld­an ynni í lottó­inu. Kannski ekki skrít­ið enda bíll­inn álíka stór að inn­an og her­berg­ið henn­ar.

Jepp­an­um virð­ist treyst­andi í flest­an akst­ur. Svo er hann líka með drátt­ar­kúlu (sem smellt er á eft­ir hent­ug­leik­um) og ræð­ur við flestall­an drátt. Reynd­ar þarf kannski að kaupa sér­styrkta kúlu fyr­ir stærstu hesta­kerr­urn­ar, en bíll­inn sjálf­ur ræð­ur vel við hvað sem er.

Vél­in í bíln­um er líka 5,4 lítr­ar, 300 hest­öfl. Það eina sem þarf að hafa í huga er að spól­vörn bíls­ins kann í ein­hverj­um til­vik­um að taka af öku­manni ráð­in, svo sem þeg­ar ek­ið er upp brekku í fljúg­andi hálku. En vilji mað­ur sjálf­ur ráða því hvernig mað­ur skil­ar afl­inu óbeisl­uðu í dekk­in smell­ir mað­ur bara á hnapp í mæla­borð­inu og slekk­ur á spól­vörn­inni.

Í hnot­skurn (sem er hálfasna­legt að segja um svona stór­an bíl) má kalla bíl­inn vold­ug­an og þægi­leg­an. Hann er eng­inn kapp­akst­urs­bíll, en læt­ur ekki að sér hæða þeg­ar hann er kom­inn á skrið. Svona stór­um bíl­um fer þó bet­ur virðu­legri akst­ur og verð­ur að segj­ast eins og er að hvaða for­stjóri sem er gæti lát­ið sér vel líka að aka um á hon­um. (Og for­stjóri í smærra fyr­ir­tæki gæti tek­ið all­an vinnu­stað­inn með sér í bíltúr.) Und­ir­rit­að­ur lét sér í það minnsta vel líka og gæti vel hugs­að sér að eign­ast eitt stykki, svona ef horft er fram­hjá eyðsl­unni. Bíll­inn læt­ur vel að stjórn og var mest­an­part í aft­ur­hjóla­drif­inu í reynsluakstr­in­um. Í hálku og á mal­ar­veg­um er þó lík­ast til ör­ugg­ast að hafa hann í aldrif­inu, svona til að tryggja að öku­mað­ur hafi fulla stjórn á öku­tæk­inu.

Í blönd­uð­um prufuakstri þar sem trú­lega reyndi meira á lang­keyrsl­una fram og til baka yf­ir Hell­is­heið­ina fór bens­ín­eyðsla bíls­ins rétt nið­ur fyr­ir sautján lítra á hundrað­ið. Lík­ast til er hann í rúm­um tutt­ugu lítr­um inn­an­bæjar, hversu mik­ið yf­ir fer svo eft­ir þyngd bens­ín­fót­ar. Bíll­inn læt­ur síð­an vita þeg­ar átta­tíu kíló­metr­ar eru eft­ir á tank­in­um og þarf þá að ýta á hnapp í mæla­borði til að við­vör­un­in hverfi af upp­lýs­inga­skjá mæla­borðs­ins. Hún dúkk­ar svo reglu­lega upp eft­ir því sem grynnk­ar á tank­in­um.

Á veg­um úti má hins veg­ar draga úr loft­mót­stöðu með því að leggja raf­drifna hlið­ar­spegl­ana upp að bíln­um, en þeir eru nokk­uð stór­ir. Ósagt skal lát­ið hvort nota má þá sem loft­bremsu, en um leið er viss­ara að leggja þá að hlið­um þeg­ar lagt er inn­an um aðra í stæði, svona til að forð­ast hnjask.

Ásett verð á bíl­inn er tæp­ar 6,3 millj­ón­ir króna. Þurfi mað­ur á ann­að borð stór­an bíl fær mað­ur þarna mik­ið fyr­ir pen­ing­ana, hvort sem horft er til stærð­ar hans, afls, nota­gild­is eða þæg­inda.

MARK­AЭUR­INN/ÓKÁ

FORD EXPED­ITI­ON LIM­ITED Á svona jeppa er mað­ur fær í flest­an sjó. Sunnu­dagsrúnt­ur úr höf­uð­borg­inni aust­ur að Urriða­fossi yrði þó ekki nema til há­tíða­brigða hjá fólki á með­al­laun­um mið­að við eyðsl­una.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.