Lands­virkj­un ekki á mark­að

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

„ Ef menn eru að láta sér detta í hug ein­hverja einka­væð­ingu á Lands­virkj­un þá er það ekki uppi á borð­inu,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­mála­ráð­herra. Hann bend­ir á að fyr­ir liggi skýr sam­þykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að hrófla ekki við op­in­beru eign­ar­haldi á þeim fyr­ir­tækj­um sem rík­ið er með í sín­um hönd­um.

Páll Harð­ar­son, forstjóri Kaup­hall­ar­inn­ar, sagði í er­indi á há­deg­is­fyr­ir­lestr­aröð Stjórn­mála­skóla Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Val­höll í gær, Lands­virkj­un verða að fara á hluta­bréfa­mark­að að hluta ætli fyr­ir­tæk­inu að tak­ast að fjár­magna fram­tíð­ar­sýn sína. Páll vís­aði til þess að þrjá­tíu pró­senta hlut­ur í rík­is­olíu­fé­lag­inu Statoil var skráð­ur að hluta á hluta­bréfa­mark­að í Ósló fyr­ir ára­tug. Rík­ið á enn sjö­tíu pró­sent í Statoil.

Stein­grím­ur bend­ir á að rík­ið hafi stað­ið þétt við bak­ið á Lands­virkj­un í gegn­um ár­in sem þol­in­móð­ur eig­andi. Ekki standi til að breyta því. - jab And­stæð­ar fylk­ing­ar á Banda­ríkja­þingi náðu á mánu­dags­kvöld sam­komu­lagi um fjár mögn­un rík­is­sjóðs lands­ins næstu sex vik­urn­ar. Þar með tókst á síð­ustu stundu að koma í veg fyr­ir lok­un rík­is­sjóðs, sem hefði haft af­drifa­rík­ar af­leið­ing­ar.

ÖRL­AR Á BJART­SÝNI

Mark­að­ir hafa held­ur tek­ið við sér eft­ir að óljós­ar frétt­ir bár­ust af vænt­an­leg­um fram­halds­að­gerð­um Evr­ópu­sam­bands­ins, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og G20-ríkja­hóps­ins til bjarg­ar bæði Grikklandi og evr­unni. Fyrri bjart­sýn­is­köst und­an­far­ið hafa þó fjar­að hratt út. „Við vit­um ekki á þess­ari stundu ná­kvæm­lega hvaða fyr­ir­tæki munu bjóða í rekst­ur Icelandic Group í Banda­ríkj­un­um. Við vit­um það á morgun [í dag],“ seg­ir Finn­bogi Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fram­taks­sjóðs­ins. Lokafrest­ur til að skila inn til­boð­um rann út á mið­nætti að banda­rísk­um tíma, það er klukk­an fjög­ur liðna nótt.

Sölu­ferl­ið á starf­semi Icelandic Group í Banda­ríkj­un­um og tengdri starf­semi í Kína hófst í júlí. Banda­ríski bank­inn Bank of America Merrill Lynch sér um söl­una. Þeg­ar henni lýk­ur verð­ur bú­ið að selja nán­ast all­ar er­lend­ar eign­ir Icelandic Group.

Fréttablaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að sex er­lend stór­fyr­ir­tæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starf­semi Icelandic Group vestra. Tvö hafi lík­lega helst úr lest­inni á síð­ustu metr­un­um. Þau fyr­ir­tæki sem sýndu starf­sem­inni áhuga eru kín­verska sjáv­ar­út­vegs­sam­stæð­an Pacific Andes, sem keypti starf­semi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eft­ir að slitn­aði upp úr við­ræð­um við nor­ræna sjóð­inn Trit­on. Kanadíska fisk­sölu­fyr­ir­tæk­ið High Liner Foods er sömu­leið­is í kapp­hlaup­inu um rekst­ur­inn. Fyr­ir­tæk­ið bauð í byrj­un árs 340 millj­ón­ir evra, jafn­virði 52,4 millj­arða millj­arða króna í all­ar eign­ir Icelandic Group ut­an Ís­lands. Til­boð­inu var ekki tek­ið.

Í gögn­um sem Fréttablaðið hef­ur und­ir hönd­um frá ein­um bjóð­enda eru viðr­að­ar áhyggj­ur af því að í kjöl- far söl­unn­ar lok­ist dyrn­ar fyr­ir ís­lensk­an fisk ytra.

Finn­bogi seg­ir for­svars­menn Fram­taks­sjóðs­ins hafa skoð­að mál­in ít­ar­lega með það fyr­ir aug­um að tryggja mark­aðs­að­gang fyr­ir ís­lensk­an fisk í Banda­ríkj­un­um und­ir vörumerk­inu Icelandic. „Ís­lensk­ur fisk­ur er mjög eft­ir­sótt­ur og það eru sem bet­ur fer eng­in teikn á lofti um að það breyt­ist. Þótt sala á ís­lensk­um fiski til Banda­ríkj­anna hafi minnk­að mik­ið á und­an­förn­um ár­um verða Bandaríkin áfram mik­il­væg­ur mark­að­ur fyr­ir ís­lensk­ar fisk­af­urð­ir. Icelandic Group mun í samn­ing­um við vænt­an­leg­an kaup­anda leggja mikla áherslu á að ís­lensk­ur fisk­ur hafi greið­an að­gang að þeim dreifi­leið­um sem Icelandic í Banda­ríkj­un­um ræð­ur yf­ir,“ seg­ir hann.

FISKIFINGUR Á FÆRI­BANDI Starf­semi Icelandic Group er­lend­is er um­svifa­mik­il. Fyr­ir­tæk­ið seldi frá sér rekst­ur­inn í Frakklandi og Þýskalandi í sum­ar og vinn­ur nú að því að losna við ann­an er­lend­an rekst­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.