Loksins opn­að fyr­ir greiðslu­falls­trygg­ing­ar

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

„Við höf­um unn­ið að því mark­visst að upp­lýsa er­lenda að­ila um stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja og það hef­ur skil­að þess­um já­kvæða ár­angri,“ seg­ir Finn­ur Odds­son, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs.

Atra­dius, ann­að af tveim­ur stærstu er­lendu greiðslu­trygg­inga­fé­lög­um heims, hef­ur opn­að fyr­ir greiðslu­falls­trygg­ing­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki. Við­skipti sem þessi hafa ver­ið í frosti síð­an í efna­hags­hrun­inu fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar trygg­inga­fé­lög­in hættu að gang­ast í ábyrgð­ir fyr­ir greiðsl­ur frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Það olli inn-og út­flytj­end­um vand­ræð­um og neydd­ust mörg þeirra til að greiða vöru­send­ing­ar fyr­ir­fram eða út­vega aðr­ar og kostn­að­ar­sam­ar greiðslu­trygg­ing­ar.

Við­skipta­ráð, Cred­it­in­fo, ís­lensk­ir banka og trygg­inga­fé­lög­in hafa frá haust­inu 2008 unn­ið að því að koma aft­ur á eðli­legu fyr­ir­komu­lagi greiðslu­falls­trygg­inga. „Við höf­um lagt ríka áherslu á að ís­lensk fyr­ir­tæki standi reglu­lega skil á árs­reikn­ing­um og það er já­kvætt hversu mik­il brag­ar­bót hef­ur ver­ið gerð í þeim mál­um á síð­ustu miss­er­um. Breytt af­staða Atra­dius er fagn­að­ar­efni,“ seg­ir Finn­ur. - jab Fjár­fest­arn­ir Magnús Ár­mann og Jón Scheving Thorsteinsson eru á með­al nýrra hlut­hafa í Vefpress­unni, eig­anda vef­miðl­anna Press­an, Eyj­an, Menn.is, Bleikt.is og tveggja net­versl­ana en í ann­arri er versl­að með hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins. Tvö fé­lög þeirra áttu sam­tals rúm­an 24 pró­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu um síð­ustu ára­mót sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi.

Hluta­fé Vefpress­unn­ar var auk­ið um 78 millj­ón­ir króna í fyrra, bæði með sölu hluta­fjár og lof­orð­um um hluta­fjár­fram­lag. Sam­kvæmt upp­gjöri Vefpress­unn­ar sem birt var í síð­ustu viku kem­ur fram að hlut­höf­um hafi ver­ið fjölgað úr fjór­um í ell­efu.

Vefpress­an var stofn­uð ár­ið 2009. Upp­haf­lega voru hlut­haf­ar fjór­ir. Trygg­inga­fé­lag­ið VÍS átti 33 pró­senta hlut á móti Birni Inga Hrafns­syni, fyrr­um borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins, Salt In­vest­ments, fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Ró­berts Wessman, fyrr­ver­andi for­stjóra Acta­vis, og Arn­ari Æg­is­syni, fram­kvæmda­stjóra Vefpress­unn­ar.

Hluta­fé upp­haf­legra eig­enda þynnt­ist út við hluta­fjáraukn­ing­una. VÍS á sam­kvæmt því átján pró­senta hlut í Vefpress­unni og Björn Ingi á rúm átján pró­sent í stað rúmra 26 pró­senta. Jón Scheving er skráð­ur fyr­ir fjór­tán pró­sent­um í nafni JST Hold­ing. Magnús Ár­mann á rúm tíu pró­sent í nafni Imons. Fimm hlut­haf­ar áttu minna en tíu pró­senta hlut hver í fé­lag­inu og eru ekki upp­lýs­ing­ar um þá í upp­gjöri Vefpress­unn­ar.

Hluta­fé Vefpress­unn­ar var auk­ið um 78 millj­ón­ir króna í fyrra.

FINN­UR ODDS­SON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.