Fjár­mögn­un Bjark­ar ekki lok­ið

Fréttablaðið - Markadurinn - - Fréttir -

Ekki hef­ur ver­ið lok­ið við fjár­mögn­un á fag­fjár­festa­sjóðn­um Björk. Hann hef­ur því ekki fjár­fest í neinu fyr­ir­tæki fram til þessa.

Bald­ur Már Helga­son sjóðs­stjóri ger­ir ráð fyr­ir að ljúka fjár­mögn­un inn­an nokk­urra vikna og verði þá um einn og hálf­ur millj­arð­ur króna í sjóðn­um. Það er ívið lægri upp­hæð en stefnt var að í upp­hafi. Í kjöl­far­ið verð­ur fjár­fest í fyrsta sinn, hugs­an­lega fyr­ir ára­mót.

Bjark­ar­sjóð­ur­inn var stofn­að­ur af Auði Capital og tón­list­ar­kon­unni Björk Guð­munds­dótt­ur skömmu fyr­ir jól­in 2008 en fé­lag­ið eiga þau til helm­inga. Vænt­ing­ar voru um að sjóð­ur­inn myndi fjár­festa í fimmtán til tutt­ugu sprota­fyr­ir­tækj­um sem byggja á auð­lind­um lands­ins og með mikla vaxt­ar­mögu­leika á þrem­ur ár­um fyr­ir sam­tals tvo til 2,5 millj­arða króna. Einkum hef­ur ver­ið horft til fyr­ir­tækja á sviði end­ur­nýj­an­legr­ar orku, sjáv­ar og vatns­auð­linda.

Auð­ur Capital lagði sjóðn­um til hundrað millj­óna króna hluta­fjár­loforð og hef­ur síð­an leit­að jafnt til áhuga­samra ein­stak­linga og fag­fjár­festa og líf­eyr­is­sjóða eft­ir inn­leggi í sjóð­inn.

- jab

BJÖRK GUЭMUNDS­DÓTT­IR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.