Betra eft­ir­lit spar­ar raf­orku

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Rema­ke Electric hef­ur þró­að ný­stár­legt kerfi til að fylgj­ast með raf­orku­notk­un.

Fréttablaðið - Markadurinn - - U Ta N D A G S K R Á R -

Fyr­ir­tæk­ið ReMa­ke Electric er eitt af fjöl­mörg­um ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um hér á landi sem eru í ör­um vexti. Fyr­ir­tæk­ið sér­hæf­ir sig í raf­orku­nýt­ing­ar­lausn­um og var stofn­að í júní 2009, en hafði þá ver­ið í þró­un í tæp tvö ár þar á und­an.

ReMa­ke hef­ur þró­að ný­stár­leg­an bún­að sem auð­veld­ar fyr­ir­tækj­um og heim­il­um að fylgj­ast með raf­orku­notk­un, að sögn Hilm­is Inga Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ReMa­ke.

„Þetta er raf­skynj­un­ar­bún­að­ur sem er sett­ur í raf­magn­stöfl­ur og þar mæl­um við eft­ir þörf­um hvers við­skipta­vin­ar allt raf­magn sem fer í gegn­um skáp­inn þannig að við­kom­andi fær ná­kvæma yf­ir­sýn yf­ir það hvenær og hvar raf­magn er not­að og hvert álag­ið er og hvað það kost­ar. Þetta er ein­fald­ur bún­að­ur í upp­setn­ingu og rekstri og við hönn­um kerf­ið þannig að það vinn­ur fyr­ir þig og er ekki að trufla þig meira en þú bið­ur um.“

Með betri yf­ir­sýn geti við­skipta­vin­ir spar­að raf­orku­notk­un sína og auk­ið ör­yggi, seg­ir Hilm­ir.

„Kerf­ið get­ur líka skipt sköp­um í að fyr­ir­byggja eld­hættu. Þannig er til dæm­is hægt að stilla kerf­ið þannig að ekki eigi að vera kveikt á hellu­borði á ákveðn­um tíma sól­ar­hrings og ef svo er, fær not­and­inn skila­boð í sím­ann sem læt­ur vita af því.“

Hilm­ir seg­ir mik­inn áhuga á kerf­inu, sér­stak­lega er­lend­is.

„Ís­lend­ing­ar eru ekki eins með­vit­að­ir. Við sjá­um það að er­lend­is eru all­ir á kafi í þessu, en hér heima er enn lít­ið ver­ið að spá í orku­notk­un. Fólk kveik­ir bara og slekk­ur ljós án þess að velta því mik­ið fyr­ir sér hvað ger­ist í milli­tíð­inni. Þetta er hins veg­ar ekki ósvip­að því að keyra bíl. Ef þú ek­ur ekki skyn­sam­lega þá eyð­ir þú meira bens­íni.“

Hann bæt­ir því við að meira eft­ir­lit með eyðslu geti haft í för með sér mik­inn sparn­að fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki.

„Fyr­ir­tæk­in geta líka spar­að sér veru­leg­ar fjár­hæð­ir í við­haldi á tækj­um með frek­ara eft­ir­liti. Með skynj­ar­an­um er til dæm­is hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mik­illi orku. Þá er hægt að bregð­ast strax við og koma í veg fyr­ir skemmd­ir eða bil­an­ir sem gætu ann­ars orð­ið mik­ið dýr­ari.“

Hilm­ir seg­ir und­ir­tekt­ir hafa ver­ið af­ar góð­ar. Ari­on banki hef­ur þeg­ar tek­ið kerf­ið í notk­un og mörg önn­ur stór­fyr­ir­tæki hafa sýnt áhuga. - þj

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

ÁHRIFA­RÍK NÝJ­UNG Hilm­ir Ingi Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri ís­lenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins ReMa­ke Electric, með eft­ir­lits­bún­að­inn sem hef­ur vak­ið mikla lukku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.