Sauna-kassi og ann­ars kon­ar heilsu­rækt

Ís­lend­ing­ar voru af­ar fljót­ir að til­einka sér alls kyns nýj­ung­ar í heilsu­rækt­ar­mál­um.

Fréttablaðið - Markadurinn - - U Ta N D A G S K R Á R -

Hreyf­ing og hvers kon­ar lík­ams-og heilsu­rækt er flest­um lands­mönn­um of­ar­lega í huga og jafn­an er fjöl­mennt í tækja­söl­um lík­ams­rækt­ar­stöðva um allt land.

Heilsu­rækta­ræð­ið á sér langa sögu og hef­ur tek­ið á sig ýms­ar mynd­ir í gegn­um tíð­ina.

Í við­tali við Vísi um miðj­an átt­unda ára­tug­inn sagði eig­andi Heilsu­lind­ar­inn­ar, þar sem með­fylgj­andi mynd var tek­in, að að­sókn­in væri góð og fólk á flest­um ald­urs­skeið­um kæmi þang­að til að hressa sig við. Marg­ir af gest­un­um væru þó úti­vinn­andi. „Til dæm­is þeir sem skrifa og svo kon­ur sem hafa prjón­að of mik­ið og hafa þreyst,“ sagði eig­and­inn.

Fjöl­breytt þjón­usta var í boði í Heilsu­lind­inni, sem og öðr­um heilsu­rækt­um í borg­inni.

Á mynd­inni má sjá einn ánægð­an við­skipta­vin sitja í sauna­kass­an­um og lesa blað á með­an.

Einnig mátti þar leggj­ast á sjálf­virk­an nudd­bekk, fara í ljósa­böð og síð­ast en ekki síst taka einn um­gang á grenn­ing­ar­belt­inu fræga. - þj

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.