Apple greið­ir hátt í 6 þús­und millj­arða í arð

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Af­l­andskrón­ur.

Verð­mæt­asta fyr­ir­tæki heims, Apple, til­kynnti á mánu­dag að það myndi greiða arð út til hlut­hafa í fyrsta skipti frá ár­inu 1995. Áætl­ar fyr­ir­tæk­ið að greiða hlut­höf­um 2,65 Banda­ríkja­dali, jafn­gildi 333 króna, á hlut á hverj­um árs­fjórð­ungi næstu þrjú ár.

Fyr­ir­tæk­ið sit­ur nú á um 97,6 millj­arða Banda­ríkja­dala sjóði. Jafn­gild­ir það um 12.400 millj­örð­um króna sem eru næst­um 25 sinn­um heild­ar­tekj­ur ís­lenska rík­is­ins á þessu ári. Arð­greiðsl­urn­ar munu kosta fyr­ir­tæk­ið 45 millj­arða dala.

Einn hlut­ur í Apple kost­ar nú rétt rúm­lega 600 dali, jafn­gildi rúmra 75 þús­und króna. Verð á hluta­bréf­um fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur hækk­að hratt síð­ustu miss­eri, þar af um rúm 77 pró­sent síð­asta ár­ið. - mþl Greiðsl­ur þrota­búa til er­lendra kröfu­hafa sinna í ís­lensk­um krón­um eru nú bundn­ar sam­þykki Seðla­banka Ís­lands. Breyt­ing­ar á lög­um um gjald­eyr­is­mál, sem sam­þykkt voru á Al­þingi 13. mars síð­ast­lið­inn, fela með­al ann­ars í sér að und­an­þága vegna greiðslna á kröf­um úr þrota­búi og greiðslu samn­ingskrafna sam­kvæmt nauða­samn­ingi í ís­lensk­um krón­um er felld úr gildi. Í til­kynn­ingu frá Seðla­bank­an­um seg­ir að til­gang­ur breyt­ing­anna sé að veita Seðla­bank­an­um „ákveð­ið var­úð­ar­tæki“til að koma í veg fyr­ir að út­greiðsl­ur inn­lendra þrota­búa valdi óstöð­ug­leika í greiðslu­jöfn­uði eða grafi und­an áætl­un um los­un gjald­eyr­is­hafta.

Þessi þreng­ing hafði með­al ann­ars áhrif á út­greiðslu slitastjórnar Glitn­is til for­gangs­kröfu­hafa þrota­bús­ins sem fram fór þrem­ur dög­um eft­ir herð­ingu haft­anna. Þá voru greidd­ir út 105,6 millj­arð­ar króna í ís­lensk­um krón­um, evr­um, Banda­ríkja­döl­um, sterl­ings­pund­um og norsk­um kón­um. Vegna herð­ing­ar gjald­eyr­is­haft­anna var sá hluti út­greiðsln­anna sem eru í ís­lensk­um krón­um greidd­ur inn á geymslu­reikn­ing á með­an beð­ið er heim­ild­ar Seðla­bank­ans til að greiða þær út. Sú heimild hef­ur ekki feng­ist enn sem kom­ið er. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir það þó ekki spurn- ingu um hvort, held­ur hvenær, slík heimild fá­ist. „Þessu verð­ur öllu hleypt út á ein­hverj­um tíma­punkti. Þetta er bara spurning um hvernig og hvenær. Krón­ur sem eru greidd­ar til til er­lenda kröfu­hafa bank­ans eru ná­kvæm­lega sama eðl­is og hinar svo­köll­uðu af­l­andskrón­ur og okk­ur hef­ur fund­ist að þær eigi að lúta sömu regl­um. Við er­um að hleypa út krón­um í gegn­um gjald­eyr­isút­boð­in og það er út­boð 28. mars næst­kom­andi. Aðal­at­rið­ið er að þetta er nú í skipu­legu ferli.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BR­INK

Már Guð­munds­son seg­ir að Seðla­bank­an­um hafi fund­ist þess­ar krón­ur eiga að lúta sömu regl­um og

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.