Millj­arða hagn­að­ur

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Eigna­bjarg, eignaum­sýslu­fé­lag í eigu Ari­on banka, hagn­að­ist um 3,3 millj­arða króna í fyrra. Eign­ir fé­lags­ins námu 15,6 millj­örð­um króna um síð­ustu ára­mót. Þar mun­aði lang­mestu um hagn­að af eign­ar­hlut­um í eigu fé­lags­ins en það skil­aði 3,3 millj­arða króna hagn­aði.

Eigna­bjarg ber ábyrgð á um­sýslu og ráð­stöf­un þeirra eign­ar­hluta í fyr­ir­tækj­um sem Ari­on banki hef­ur leyst til sín í kjöl­far fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar. Stærstu eign­ir þess á síð­asta ári voru ráð­andi hlut­ur í Hög­um, 42,7 pró­senta hlut­ur í Reit­um og allt hluta­fé í Pennanum.

Eigna­bjarg seldi þorr­ann af eign sinni í Hög­um þeg­ar fé­lag­ið fór á mark­að og hef­ur hald­ið áfram að minnka þann hlut á þessu ári. Í dag á það 4,99 pró­sent í Hög­um. Eigna­bjarg seldi auk þess allt hluta­fé í Pennanum síð­ast­lið­ið sum­ar. - þsj

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.