Stóð á end­an­um á brauð­fót­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Sam­band ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga (SÍS) var stofn­að 20. fe­brú­ar 1902 og ræt­ur þess lágu í starf­semi kaup­fé­laga á Norð­ur­landi. SÍS átti upp­haf­lega að vera sam­ræm­ing­ar­að­ili ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga og varð seinna sam­vinnu­vett­vang­ur þeirra í út- og inn­flutn­ingi.

„Sam­vinnu­hreyf­ing­in öll og Sam­band­ið lentu í mikl­um erf­ið­leik­um á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, eins og ann­ar at­vinnu­rekst­ur á Íslandi,“seg­ir Jón Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og rektor Sam­vinnu­skól- ans á Bifröst.

„Þeg­ar kom­ið var fram á ní­unda ára­tug­inn var út­flutn­ing­ur á sjáv­ar­af­urð­um meg­in­und­ir­stað­an í rekstri Sam­bands­ins. Það var einnig með víð­tæka iðn­að­ar­fram­leiðslu á Akur­eyri, versl­un­ar­deild sem var að miklu ráð­andi í smá­sölu­versl­un kaup­fé­lag­anna, skipa­deild og bú­vöru­deild sem ann­að­ist um af­urð­ir slát­ur­húsa og mjólk­ur­sam­laga,“seg­ir Jón og bæt­ir því við að SÍS hafi einnig rek­ið fræðslu­deild, Sam­vinnu­skól­ann á Bifröst.

Þeg­ar tal berst að enda­lok­um SÍS-veld­is­ins, og þeirri stað­reynd að Sam­band­ið hvarf með öllu úr ís­lensku við­skipta- og at­vinnu­lífi, bend­ir Jón á að á gull­ald­arár­um þess voru kaup­fé­lög í öll­um hér­uð­um lands­ins og einnig í þétt­býl­inu.

„Á ní­unda ára­tugn­um fóru þjón­ustu- og at­vinnusvæð­in í land­inu að breyt­ast með nýj­um og betri sam­göng­um og önn­ur at­riði eins og langvar­andi verð­bólga gerðu rekst­ur SÍS erf­ið­an. Af­leið­ing­in varð sú að grund­völl­ur­inn fór að skríða und­an rekstri kaup­fé­lag­anna og Sam­bands­ins.“

Jón seg­ir ekki rétt að tala um „hrun SÍS“þar sem fyr­ir­tæk­ið hafi aldrei orð­ið gjald­þrota held­ur ein­ung­is hætt rekstri.

„Þeg­ar þarna fór að halla und­an fæti þá var far­ið yf­ir mál­in í Lands­bank­an­um, sem var við­skipta­banki SÍS, og Sverr­ir Her­manns­son, þá­ver­andi banka­stjóri, sá þá að ris­inn stóð á brauð­fót­um. Sverr­ir komst að þeirri nið­ur­stöðu að bank­inn ætti ekki að beita sér fyr­ir upp­gjöri sam­bands­ins held­ur að­stoða við að skipta því upp í marg­ar rekstr­arein­ing­ar. Það var vegna þess að bank­inn hefði tap­að meiru á því ef SÍS hefði far­ið í þrot. SÍS og Lands- bank­inn voru á þess­um tíma ein af stærstu fyr­ir­tækj­um lands­ins og ef verr hefði far­ið hefði það einnig kom­ið nið­ur á láns­hæfi ís­lenska rík­is­ins.“

Jón bend­ir á að nokk­ur kaup­fé­lög séu enn at­kvæða­mik­il í ís­lenskri versl­un. Hann nefn­ir sem dæmi að Kaup­fé­lag Suð­ur­nesja á, ásamt Kaup­fé­lagi Borg­firð­inga, meiri­hluta í Sam­kaup­um, sem rek­ur fjölda versl­ana, bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni.

„Kaup­fé­lag Fá­skrúðs­firð­inga lif­ir fyrst og fremst því það er út­gerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki. Kaup­fé­lag Stranda­manna í Stein­gríms­firði, Kaup­fé­lag Vest­ur-Hún­vetn­inga og sölu­fé­lag Aust­ur-Hún­vetn­inga eru einnig enn í rekstri. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga lif­ir enn og er mjög sterkt, en það er fyrst og fremst út­gerð­ar­fyr­ir­tæki með fisk og mjög stórt mjólk­ur­sam­lag.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.