Snjall­tækja­tekj­ur hjá Face­book

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Tekj­ur tæknifyr­ir­tæk­is­ins Face­book af aug­lýs­ing­um í snjall­tækj­um juk­ust um 429 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi 2013, sam­an­bor­ið við sama fjórð­ung árs­ins 2012.

Fyr­ir­tæk­ið byrj­aði illa á hluta­bréfa­mark­aði í maí 2012 en blað­inu hef­ur ver­ið snú­ið við og síð­an verð hluta­bréfa þess náði lág­marki ár­ið 2012 hef­ur það hækk­að aft­ur um 208 pró­sent.

Grein­end­ur reikna með að Face­book til­kynni á næst­unni um að heild­ar­tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi auk­ist um meira en fjöru­tíu pró­sent milli ára. Þannig koma um þrír millj­arð­ar Banda­ríkja­dala af tekj­um fyr­ir­tæks­ins, eða ríf­lega þriðj­ung­ur, frá aug­lýs­ing­um í gegn­um snjallsíma.

Ár­ið 2012 hóf fyr­ir­tæk­ið að selja fleiri aug­lýs­ing­ar í frétta­dálk síð­unn­ar „News feed“, sem stað­sett er fyr­ir miðju skjás­ins þar sem upp­færsl­urn­ar birt­ast og um 1,2 millj­arð­ur not­enda Face­book eyð­ir tíma sín­um. -

Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Face­book.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.