Met­verð fékkst fyr­ir viskíflösku á upp­boði

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Dýr­asta viskíflaska sem sleg­in hef­ur ver­ið á upp­boði var seld hjá Sot­heby‘s í Hong Kong fyr­ir helgi. Um er að ræða sex lítra krist­als­flösku af skoska ein­möltungs­viskí­inu Macall­an „M“Decan­ter Im­per­iale. Flask­an var seld fyr­ir 4,9 millj­ón­ir Hong Kong-doll­ara (HKD) eða sem svar­ar rúm­lega 72,8 millj­ón­um króna.

Í um­fjöll­un danska við­skipta­rits­ins Bør­sen er verð­ið sagt end­ur­spegla mjög mikla eft­ir­spurn í As­íu eft­ir mjög góðu viskíi, en þar eru veig­arn­ar í flokki með fjár­fest­ing­ar­kost­um á borð við rán­dýr vín og fast­eign­ir. „Þeg­ar fjár­fest er í viskíi snú­ast við­skipt­in um gæði og fá­gæti varn­ings­ins. Í þessu til­viki Macall­an er um að ræða sér­hann­aða flösku frá fr­anska glerfram­leið­and­an­um Lalique og það ýt­ir und­ir betra verð,“er haft eft­ir Ro­bert Sleigh, yf­ir­manni vín­sölu­deild­ar Sot­heby‘s í Hong Kong.

Fyrra upp­boðs­met fyr­ir viskíflösku hljóð­aði upp á sem svar­ar rúm­um 53,3 millj­ón­um króna, en það var einnig fyr­ir flösku frá Macall­an.

Bør­sen bend­ir á að þó að um há­ar upp­hæð­ir sé að ræða þá sé þetta langt frá því að vera hæsta verð sem greitt hef­ur ver­ið fyr­ir viskíflösku. Bent er á að viskí­ið Isa­bella’s Islay í sér­hann­aðri krist­alskaröflu settri hvítagulli auk 8.500 dem­anta og 300 rúbína hafi ver­ið seld á 6,2 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða sem svar­ar rúm­um 719 millj­ón­um króna.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/GVA

Seg­ir að í skýrsl­unni sé dreg­in fram hver þró­un­in hef­ur ver­ið og hver hún verð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.