Fyrsta snerti­lausa greiðsl­an

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

„Við telj­um okk­ur vera að leggja grunn­inn að fram­tíð greiðslu­lausna,“seg­ir Við­ar Þorkels­son, for­stjóri Valitors, í sam­tali við Frétta­blað­ið. Í gær fram­kvæmdi hann fyrstu raun­veru­lega snerti­lausu greiðsl­una hér­lend­is í kjöl­far þess að Valitor setti upp fyrsta snerti­lausa pos­ann hjá sölu­að­ila. Með þessu er haf­inn nýr kafli í ra­f­ræn­um við­skipt­um hér­lend­is með áherslu á auk­in þæg­indi fyr­ir við­skipta­vini og kaup­menn, seg­ir Við­ar.

Ís­lensk­ir kaup­menn eiga þess nú kost að fá upp­færslu í posa­bún­að­inn sinn og geta því far­ið að bjóða við­skipta­vin­um að greiða snerti­laust fyr­ir vör­ur og þjón­ustu. Upp­færsl­an gild­ir bæði fyr­ir mót­töku á greiðsl­um með kort­um og snjallsím­um. Fyrst í stað mun þessi nýja til­hög­un einkum nýt­ast er­lend­um ferða­mönn­um með slík greiðslu­kort en yf­ir 70 millj­ón­ir snerti­lausra korta eru nú þeg­ar í um­ferð í Evr­ópu.

Við­ar seg­ir snerti­laus­an greiðslu­máta henta sér­stak­lega vel þar sem mik­ils hraða í af­greiðslu er kraf­ist og fyr­ir lág­ar upp­hæð­ir, til dæm­is í kvik­mynda­hús­um, á skyndi­bita- stöð­um, á íþrót­takapp­leikj­um og svo fram­veg­is. Unnt er að af­greiða allt að 3.500 krón­ur með þess­um hætti en hærri upp­hæð­ir krefjast innslátt­ar á pin-núm­eri.

„Við telj­um að ár­ið 2020 muni alla­vega helm­ing­ur allra greiðslna á Íslandi fara fram með þess­um hætti,“seg­ir Við­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.