Sá þriðji í 38 ára sögu Microsoft

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Hinn 46 ára ind­verskætt­aði Satya Na­della mun taka við stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Microsoft en hann var áð­ur yf­ir­mað­ur tölvu­skýja­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins. Na­della verð­ur þannig að­eins þriðji fram­kvæmda­stjóri Microsoft á 38 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins.

Stofn­andi Microsoft og fyrsti fram­kvæmda­stjóri þess, Bill Ga­tes, mun víkja sem stjórn­ar­formað­ur og sinna ráð­gjafa­störf­um. Hann hyggst eyða þriðj­ungi starfs­tíma síns við vöru- og tækni­þró­un hjá fyr­ir­tæk­inu. Jón­mund­ur Guð­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur ver­ið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri sænska fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins ScandCap á Íslandi.

Jón­mund­ur hef­ur þeg­ar störf á nýj­um vett­vangi en mun jafn­framt starfa með nýj­um fram­kvæmda­stjóra flokks­ins næstu mán­uði.

ScandCap sér­hæf­ir sig í að veita fyr­ir­tækj­um, sam­tök­um og op­in­ber­um að­il­um marg­vís­lega þjón­ustu, bæði hér­lend­is og er­lend­is. Einkum felst starf­semi þess í ráð­gjöf við fjár­mögn­un fyr­ir­tækja, fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu, verð­mati auk að­stoð­ar við kaup, sölu og samruna fyr­ir­tækja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.