Fa­brikk­an opn­ar í Kr­ingl­unni

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Ham­borg­arafa­brikk­an mun opna nýj­an stað í Kr­ingl­unni í vor. Stað­ur­inn verð­ur af svip­aðri stærð og þeir sem fyr­ir eru og mat­seð­ill­inn verð­ur sá sami. Fa­brikk­an nýja mun koma í stað veit­inga­stað­ar­ins Port­ið en sá er á svip­uð­um slóð­um og Hard Rock Ca­fé var á í eina tíð. Eig­end­urn­ir eru Sig­mar Vil­hjálms­son og Jó­hann­es Ás­björns­son. Ágæt­lega geng­ur að rétta efna­hag Kýp­ur við og leysa úr skulda­vanda lands­ins. Þrátt fyr­ir það eru ýms­ar hætt­ur enn til stað­ar.

Þetta er mat starfs­manna fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), Seðla­banka Evr­ópu og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS). Þeir heim­sóttu Níkós­íu, höf­uð­borg Kýp­ur, dag­ana 29. janú­ar til 11. fe­brú­ar, í þeim til­gangi að gera þriðju end­ur­skoð­un á efna­hags­áætl­un lands­ins. Áætl­un­in bygg­ir á stuðn­ingi frá evr­ópska stöð­ug­leika­kerf­inu (ESM) og AGS. Stofn­an­irn­ar stigu inn á síð­asta ári og veittu Kýp­ur neyð­ar­lán þeg­ar banka­kerfi lands­ins rið­aði til falls.

Efna­hags­áætl­un­in hef­ur með­al ann­ars þau markmið að end­ur­heimta stöð­ug­leika kýp­verska fjár­mála­kerf­is­ins og sam­þykkja skipu­lags­breyt­ing­ar sem styðja við lang­tíma­vöxt, án þess að stefna vel­ferð­ar­kerfi lands­ins í hættu.

Evr­ópu­sam­band­ið og AGS þurfa nú að sam­þykkja þriðju end­ur­skoð­un­ina. Fá­ist sam­þykk­ið mun það þýða frek­ari fjár­veit­ing­ar frá EMS og AGS.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.