Form­inu bara breytt á gjald­eyr­is­höft­un­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

„Ég hef ekki trú á því að við horf­um fram á að gjald­eyr­is­höft hverfi í bráð,“seg­ir Gísli Hjálm­týs­son, fram­kvæmda­stjóri Thule In­vest­ments og stjórn­ar­mað­ur í Emer­ald Networks.

„Það er al­veg ljóst að gjald­mið­ill­inn okk­ar er ekki not­hæf­ur í al­þjóða­við­skipt­um og þar af leið­andi er hann ónot­hæf­ur fyr­ir allt at­vinnu­líf Ís­lands sem ekki horf­ir ein­göngu til þess að kaupa og selja vör­ur inn­an­lands. Um leið og mað­ur þarf að kaupa að­föng er­lend­is eða selja út­lend­ing­um þá er ís­lenska krón­an ekki gjald­mið­ill sem hægt er að nota. Þetta er eng­in skoðun. Svona er þetta bara.“

AÐLÖGUN AÐ HÖFTUNUM ER STÓRI VAND­INN

Gísli seg­ist telja að hér verði gjald­eyr­is­höft í ein­hverri mynd þang­að til tek­inn verði upp ann­ar gjald­mið­ill og er van­trú­að­ur á að hægt verði að búa til hafta­reglu­verk sem ekki valdi skaða. „Við vor­um auð­vit­að í höft­um í sextíu ár og í ein­hverj­um skiln­ingi virk­aði það. Og ég trúi því að menn vinni af heil­ind­um og með það að mark­miði að breyta gjald­eyr­is­höft­un­um og gera þau þannig að fólk rek­ist minna á þau dags­dag­lega.“

Hins veg­ar sé hætt við að ís­lensk fyr­ir­tæki, sem falla und­ir al­þjóð­lega geir­ann, eins og hann sé nefnd­ur í skýrslu McK­ins­ey-ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins, yf­ir­gefi krón­una í aukn­um mæli, líkt og ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafi feng­ið heim­ild til að gera fyr­ir um 30 ár­um. „Við sjá­um hvað ger­ist með þessi fyr­ir­tæki í al­þjóð­lega geir­an­um. Eft­ir því sem þau stækka í út­lönd­um draga þau úr áhættu sinni á Íslandi. Og það er auð­vit­að mjög slæmt fyr­ir Ís­land.“

Gísli bend­ir á að þau vaxta­kjör sem ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um bjóð­ist séu mun verri en fyr­ir­tækj­anna sem þau keppa við. „Við það geta þau ekki keppt og verða að flytja sig úr landi til að fá sam­bæri­leg vaxta­kjör og aðr­ir,“seg­ir hann og bend­ir á að í dag fái ís­lensk fyr­ir­tæki verri vaxta­kjör en ís­lenska rík­ið. Ís­lenska rík­ið sé svo aft­ur með verri vaxta­kjör en sæmi­lega stórt fyr­ir­tæki í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um. „Þetta er auð­vit­að ekki hægt.“

Um leið seg­ist Gísli telja að bara sé skil­grein­ing­ar­at­riði hvað kall­ist var­úð­ar­regl­ur og hvað gjald­eyr­is­höft. „Menn eru bara að búa til flókn­ari og flókn­ari gjald­eyr­is­höft, sem eru kannski með fleiri und­an­tekn­ing­um en að sama skapi eykst flækj­u­stig­ið.“

Sk­að­semi haft­anna seg­ir Gísli þeg­ar aug­ljósa. „Sum­ir segja að þetta sé ekk­ert mál því at­vinnu­líf­ið sé að laga sig að gjald­eyr­is­höft­un­um, en í því felst ein­mitt raun­veru­lega vanda­mál­ið. Fyr­ir vik­ið er ís­lenskt at­vinnu­líf, fyr­ir­tæki og heim­ili, að taka ákvarð­an­ir sem eru óeðli­leg­ar og óhag­kvæm­ar til lengri tíma, en ganga upp í þessu skekkta um­hverfi sem bú­ið hef­ur ver­ið til. Þetta er í raun­inni versti hluti gjald­eyr­is­haft­anna.“

KRÓNUÁLAG SKERÐIR SAMKEPPNISSTÖÐUNA

Af­nám gjald­eyr­is­haft­anna seg­ir Gísli fela meira í sér en að leysa bara snjó­hengju, jökla­bréf og kröfu­hafa bank­anna, þótt það megi oft skilja af op­in­berri orð­ræðu um höft­in. „Stóri vand­inn er að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir þurfa að geta fjár­fest í út­lönd­um. Núna hef­ur ver­ið lok­að fyr­ir það og það veld­ur of­fram­boði af pen­ing­um á Íslandi,“seg­ir hann og velt­ir fyr­ir sér hvaða raun­veru­lega verð­mæta­sköp­un eigi sér stað þeg­ar íbúð­ir í mið­bæ Reykja­vík- ur hækki um 40 pró­sent, líkt og gerst hafi. „Það eina sem hef­ur gerst er að of mik­ið af pen­ing­um leit­ar að geymslu­stað og það keyr­ir upp verð­ið.“

Gísli bend­ir á að á með­an höft séu við lýði vaxi bara þörf líf­eyr­is­sjóð­anna á að koma fé úr landi til fjár­fest­ing­ar og áhættu­dreif­ing­ar. Þá verði líka hætt­ara við því að al­menn­ing­ur hlaupi til með fjár­muni úr landi vegna upp­safn­aðs van­trausts á efna­hags­kerf­inu þeg­ar höft­um létt­ir. „Þrýst­ing­ur­inn á að koma pen­ing­um úr landi er ekk­ert að hverfa og verð­ur í eðli sínu alltaf til stað­ar á með­an við er­um með ein­hver höft,“seg­ir hann, en árétt­ar um leið að hann gagn­rýni ekk­ert þá vinnu sem eigi sér stað í Seðla­bank­an­um. „Menn ætla að breyta form­inu á höftunum. En þessi höft munu ekk­ert fara á með­an við er­um með krónu því það vill eng­inn kaupa hana.“Þá sé bara hættu­leg leið að ætla að hækka vext­ina til að ýta und­ir brask með krón­una, líkt og gerst hafi með jökla­bréf­in. „Þetta er gríð­ar­lega kvikt fjár­magn og al­veg óljóst hvernig það stuðlar að hag­vexti á Íslandi. Þar fyr­ir ut­an held ég að þessi vaxtamun­ur þurfi að vera svo mik­ill að við mun­um í raun­inni aldrei ráða við það til lengri tíma.“

„Sum­ir segja að þetta sé ekk­ert mál því at­vinnu­líf­ið sé að laga sig að gjald­eyr­is­höft­un­um, en í því felst ein­mitt raun­veru­lega vanda­mál­ið,“seg­ir Gísli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.